Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ Valur Grettisson skrifar 13. júní 2013 16:28 María Birta Bjarnadóttir lenti í svæsnum nethrekk. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
„Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. Skömmu síðar finnur lögreglan út að á bak við póstinn væri IP tala Unu. Sjálf neitar hún sök alfarið. Una segist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó auglýsinguna til, sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin, en þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. „Okkur fannst þetta bara fyndið,“ sagði Una. Sama kvöld og auglýsingin birtist hittu þær Maríu Birtu sem var þá í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu þær auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en María Birta krefst þess að Una greiði sér hálfa milljón í skaðabætur. Í viðtalinu við Harmageddón var Una spurð hvort þær hefðu átt í ástarsambandi, en Una þvertekur fyrir það, en þá var hún í sambandi með annarri konu. Þegar Una er spurð hvað hún myndi segja ef hún hitti Maríu Birtu í dag, svaraði Una: „Ég myndi biðja hana innilegrar afsökunar á að hafa sært og hrætt hana.“ Una er ósátt við farveg málsins, að það hafi ratað fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur „já, ég er að sjálfsögðu vonsvikin, mér finnst þetta asnalegt en ég er ekkert að fara að gráta mig í svefn,“ sagði Una sem neitar alfarið að hafa skrifað og birt auglýsinguna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira