Eru jöfn kynjahlutföll til skemmtunar? Guðrún Halla Finnsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar