Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 09:42 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira