Lífið

Keyptu rúm fyrir 140 milljónir

Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West buðu dótturina North velkomna í heiminn fyrir stuttu og vinna nú í því að taka heimili sitt í Bel Air í gegn.

Þau eru nú þegar búin að kaupa fjögur gullklósett á heimilið en það nýjasta er að þau eyddu tæplega 140 milljónum króna í sex lúxusrúm. Keyptu þau rúmin hjá sama aðila og sér um rúmin á lúxushótelinu Savoy í London en hvert rúm kostar rétt rúmlega 23 milljónir króna.

Engin kreppa á þessu heimili.
Hvert rúm er búið til úr einstakri blöndu af kasmír-ull, hefðbundinni ull og mongólsku hestahári. Aðeins voru sextíu rúm framleidd og má því segja að Kim og Kanye séu í sérstökum lúxushópi. Aðrar stjörnur sem eiga eins rúm eru til dæmis Madonna, Kylie Minogue, Elton John og Oprah Winfrey.

Keyptu sex svona.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.