Lífið

Hætti að drekka áfengi í 3 mánuði

Söngkonan Katy Perry prýddi forsíðu júlíheftis Vogue sem er öfundsverð staða í stjörnuheiminum. Myndirnar af Katy voru teknar af stjörnuljósmyndaranum Annie Leibovitz og undirbjó Katy sig vel fyrir myndatökuna.

“Ég hreinsaði mig eiginlega. Ég innbyrti mikið af vítamínum og bætiefnum, skipti kaffi út fyrir grænt te og drakk ekki áfengi í þrjá mánuði. Mig langaði að ljóma á forsíðunni,” segir Katy í viðtali við Jay Leno. Hún er ánægð með myndirnar og rómar Annie.

Í fyrsta sinn á forsíðu Vogue.
“Hún er ótrúleg. Það var stórkostlegt að vinna með henni. Hún er ekki með stórt egó og leyfði mér líka að virkja mína sköpunargáfu.”

Annie er frábær ljósmyndari.
Myndatakan fór fram á bóndabýli.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.