Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2013 18:42 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. Hann mun stýra olíuleitinni fyrir hönd Valiant-hópsins og segir það stór tímamót þegar leyfin verða gefin út á morgun, rétt eins og upphafið á norska ævintýrinu. „Hann er mjög mikilvægur," segir Terje Hagevang um útgáfudaginn á morgun „..rétt eins og þegar olíustarfsemi hófst í Noregi 1965-66. Hún er hafin og á sér framtíð á sviði olíu- og gasvinnslu á íslensku hafsvæði. Það er ég sannfærður um. Þetta ræsir starfsemina." Fyrir fjórum árum opinberaði Hagevang það mat sitt að Jan Mayen-svæðið væru álíka auðugt og Noregshaf og hann segir nýjar rannsóknir hafa styrkt þá trú sína. „Þekking okkar byggð á endurvarpsmælingum og sýnum sýnir að aðstæður eru fyrir hendi fyrir olíu- og gasvinnslu og bergrannsóknir sýna virkt jarðolíukerfi þar. Allt er þar sem þarf til að finna olíu og gas." En hvenær telur hann að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið? „Árið 2017-18." -Eftir fimm sex ár? „Um það bil en kannski hefst borun ekki Íslandsmegin heldur Noregsmegin." -Hvers vegna, heldurðu? „Skattakerfið vegna olíuleitar er mun betra í Noregi," svarar Terje Hagevang. Viðtalið í heild sinni má sjá í Klinkinu. Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. Hann mun stýra olíuleitinni fyrir hönd Valiant-hópsins og segir það stór tímamót þegar leyfin verða gefin út á morgun, rétt eins og upphafið á norska ævintýrinu. „Hann er mjög mikilvægur," segir Terje Hagevang um útgáfudaginn á morgun „..rétt eins og þegar olíustarfsemi hófst í Noregi 1965-66. Hún er hafin og á sér framtíð á sviði olíu- og gasvinnslu á íslensku hafsvæði. Það er ég sannfærður um. Þetta ræsir starfsemina." Fyrir fjórum árum opinberaði Hagevang það mat sitt að Jan Mayen-svæðið væru álíka auðugt og Noregshaf og hann segir nýjar rannsóknir hafa styrkt þá trú sína. „Þekking okkar byggð á endurvarpsmælingum og sýnum sýnir að aðstæður eru fyrir hendi fyrir olíu- og gasvinnslu og bergrannsóknir sýna virkt jarðolíukerfi þar. Allt er þar sem þarf til að finna olíu og gas." En hvenær telur hann að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið? „Árið 2017-18." -Eftir fimm sex ár? „Um það bil en kannski hefst borun ekki Íslandsmegin heldur Noregsmegin." -Hvers vegna, heldurðu? „Skattakerfið vegna olíuleitar er mun betra í Noregi," svarar Terje Hagevang. Viðtalið í heild sinni má sjá í Klinkinu.
Tengdar fréttir Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44 Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45 Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. 28. desember 2012 18:44
Norðmenn gera Ísland að olíuríki með sögulegum sáttmála Noregur ætlar að gera Ísland að olíuríki. Íslendingum hjálpað til að verða ríkir. Svo segir í fyrirsögn í frétt á viðskiptasíðu Verdens gang, útbreiddasta blaðs Noregs, í dag í tilefni væntanlegrar undirritunar samnings þjóðanna í næstu viku um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Samningnum er lýst sem sögulegum fyrir Noreg þar sem með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. 28. desember 2012 22:41
Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2. janúar 2013 18:45
Olíumálaráðherrann væntanlegur til landsins síðdegis Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á morgun, þegar tvö fyrstu olíusérleyfin á Drekasvæðinu verða undirrituð. 3. janúar 2013 12:53