Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 19:17 Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira