Háskóli Íslands: Talibanar í fílabeinsturni? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 31. ágúst 2013 00:01 Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi. Vissulega ber forráðamönnum háskólans að standa vörð um heiður hans. Spurningin er: Hvort verður það betur gert með því að halda í heiðri grundvallarreglur og mannréttindi? Eða með því að láta öfgafullan minnihluta kúga sig til að fórna grundvallarsjónarmiðum – í nafni friðarins? Hvar endar það? Málavextir eru í stórum dráttum sem hér segir: Að beiðni Háskólans í Vilníus í Litháen tók ég að mér að kenna námskeið á vormisseri 2013 um stöðu smáþjóða í alþjóðakerfinu. Boðið var upp á samanburðargreiningu á því hvernig smáþjóðum hefði farnast í yfirstandandi alþjóðlegri fjármálakreppu, innan og utan bandalaga. Námskeiðið var fjölsótt. Það stóð öllum opið og vakti umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta námskeið var undirbúið í samstarfi við Háskóla Íslands. Prófessor við háskólann lagði fræðilegan grunn að námskeiðinu og fylgdi því úr hlaði. Ég gegnumlýsti sjö dæmi um ofangreind efni og tók þar m.a. mið af eigin pólitískri reynslu. Kenningin var studd reynslurökum. Námskeiðið í Vilníus þótti takast með þeim hætti að ég var spurður hvort ég vildi endurtaka það að ári. Í framhaldinu var þess óskað f.h. Háskóla Íslands að ég kenndi sambærilegt námskeið við HÍ nú á haustönn. Ég var tregur til í fyrstu, þar sem tímasetningin kallaði á breyttar ferðaáætlanir, en féllst þó á þessa beiðni að lokum.Blygðunarkennd Nú hefur mér borist orðsending um að háskólinn hafi afturkallað þessa beiðni. Af samtölum við (fyrrverandi) samstarfsmenn við HÍ má ráða, að skýringarnar séu þessar: Kennarar við HÍ í einhverju sem kallast „kynjafræði“ munu hafa sett fram skriflega kröfu um atvinnubann – „Berufsverbot“, eins og þetta hét í Þýskalandi nazismans – á undirritaðan. Þetta mun hafa verið stutt ákæruskjali um meintar ávirðingar mínar, samkvæmt glansritinu „Nýju lífi“ og DV. Hverjar eru þessar sakargiftir? Árið 2005 var lögð fram kæra til lögreglu á hendur mér um meinta kynferðislega áreitni. Kærunni var vísað frá sem tilefnislausri. Kæran var tekin upp aftur við embætti saksóknara. Í það skiptið snerist hún um að ég hefði „sært blygðunarkennd“ viðtakanda bréfs, sem fylgdi bókargjöf eftir Nóbelsverðlaunahafa. Þessari kæru var líka vísað frá, þar sem ekki væri tilefni til sakfellingar. Málið hefur sumsé haft sinn gang í réttarkerfinu. Þar með var því lokið samkvæmt viðteknum starfsreglum réttarríkisins. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu reyndu sumir fjölmiðlar að dusta af því rykið snemma árs 2012. Í þeirri umfjöllun var málið afflutt á þann veg að það hefði snúist um kynferðislega áreitni gagnvart stúlku undir lögaldri. Það var og er staðleysustafir (sjá málsgögn á heimasíðu minni www.jbh.is). Þótt maðurinn væri að vísu saklaus samkvæmt niðurstöðum ákæruvaldsins – sem treysti sér ekki til málshöfðunar – skyldi hann samt dæmdur sekur í fjölmiðlum. Á þessu munu kynjafræðingar háskólans byggja málflutning sinn. En hvernig hefur hinn ákærði brugðist við? Hefur hann forherst og neitað allri sök? Nei – því fer fjarri. Hann hefur viðurkennt dómgreindarbrest og beðist fyrirgefningar og reynt sáttaumleitanir oftar en tölu verði á komið, bæði í einkaerindum og opinberlega. En eitt er að biðjast fyrirgefningar, annað að verða við henni. Mikilvægi fyrirgefningarinnar í boðskap fjallræðumannsins er vonandi enn kennd í guðfræðideildinni, þótt hún hafi ekki náð landi þarna í kynjafræðinni. Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.Trúverðugleiki? Hvað segir afhjúpun þessa máls okkur um það andlega ástand sem ríkir innan veggja Háskóla Íslands? Háskóli Íslands leitaði eftir starfskröftum mínum – væntanlega á faglegum forsendum – haustið 2009. Það var tveimur árum eftir að réttarkerfið hafði vísað frá kærumálum, þar sem ekki væri tilefni til sakfellingar. Háskólinn virtist ekki óttast það þá að þar með væri „þolendavænu umhverfi“ stúdenta stefnt í voða. Hvað hefur breyst? Fjölmiðlafár? Háskólinn efndi til samstarfs við mig um undirbúning og framkvæmd námskeiðshalds við Háskólann í Vilníus á sl. vori. Að fenginni reynslu falaðist háskólinn eftir mér sem kennara í námskeiði fyrir innlenda og erlenda stúdenta á þessu hausti. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi þar til nú, að þessi samstarfsbeiðni er afturkölluð. Hvers vegna? Opinberlega hefur háskólanum, enn sem komið er, láðst að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í einkasamtölum er mér sagt að forsvarsmenn háskólans óttist neikvæða umfjöllun um háskólann, einkum í fjölmiðlum. Þeir segjast einfaldlega hafa látið undan hótunum kynjafræðinga um linnulaus klögumál og jafnvel rof á starfsfriði ef þeir hefðu staðið við samstarfsbeiðni sína. Þeir hafi með öðrum orðum „beygt sig fyrir hótunum“. Sjálfir hafa þeir sagt, að þá „hrylli við“ því hugarástandi sem að baki býr; og að þeir viðurkenni að uppgjöfin skapi alvarlegt fordæmi varðandi starfshætti innan háskólans í framtíðinni. Þeir viðurkenna að hér sé verið að brjóta mannréttindi og grundvallarreglur réttarríkis. Hvað er þá orðið af „orðspori og trúverðugleika“ Háskóla Íslands? Það hefði varla hvarflað að neinum að fetta fingur út í það, þótt forráðamenn háskólans hefðu neitað að ráða mann í sína þjónustu sem hefði verið sekur fundinn í réttarkerfinu fyrir alvarleg brot; t.d. með Hæstaréttardóm á bakinu fyrir þau brot sem þykja hvað alvarlegust í akademísku samfélagi – til dæmis ritstuld. Forráðamenn háskólans hljóta að vega og meta vandlega, hvenær „orðspor og trúverðugleiki“ æðstu menntastofnunar þjóðarinnar er að veði. Hvað er að frétta af útvörðum réttarríkis og mannréttinda innan hins akademíska samfélags á Íslandi? Munu þeir nú láta til sín heyra af þessu tilefni? Eða eigum við að trúa því að þeir sem öðrum fremur eiga að standa vörð um mannréttindi í siðaðra manna samfélagi láti kúgast af hótunum ofstækisfulls sértrúarsafnaðar, sem gengur fram í nafni pólitísks rétttrúnaðar? Nýliðin saga segir okkur hvar sú vegferð endar. Var einhver að tala um talíbana? Fyrst svo er um hið græna tré, hvað þá um lággróður almenninganna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi. Vissulega ber forráðamönnum háskólans að standa vörð um heiður hans. Spurningin er: Hvort verður það betur gert með því að halda í heiðri grundvallarreglur og mannréttindi? Eða með því að láta öfgafullan minnihluta kúga sig til að fórna grundvallarsjónarmiðum – í nafni friðarins? Hvar endar það? Málavextir eru í stórum dráttum sem hér segir: Að beiðni Háskólans í Vilníus í Litháen tók ég að mér að kenna námskeið á vormisseri 2013 um stöðu smáþjóða í alþjóðakerfinu. Boðið var upp á samanburðargreiningu á því hvernig smáþjóðum hefði farnast í yfirstandandi alþjóðlegri fjármálakreppu, innan og utan bandalaga. Námskeiðið var fjölsótt. Það stóð öllum opið og vakti umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta námskeið var undirbúið í samstarfi við Háskóla Íslands. Prófessor við háskólann lagði fræðilegan grunn að námskeiðinu og fylgdi því úr hlaði. Ég gegnumlýsti sjö dæmi um ofangreind efni og tók þar m.a. mið af eigin pólitískri reynslu. Kenningin var studd reynslurökum. Námskeiðið í Vilníus þótti takast með þeim hætti að ég var spurður hvort ég vildi endurtaka það að ári. Í framhaldinu var þess óskað f.h. Háskóla Íslands að ég kenndi sambærilegt námskeið við HÍ nú á haustönn. Ég var tregur til í fyrstu, þar sem tímasetningin kallaði á breyttar ferðaáætlanir, en féllst þó á þessa beiðni að lokum.Blygðunarkennd Nú hefur mér borist orðsending um að háskólinn hafi afturkallað þessa beiðni. Af samtölum við (fyrrverandi) samstarfsmenn við HÍ má ráða, að skýringarnar séu þessar: Kennarar við HÍ í einhverju sem kallast „kynjafræði“ munu hafa sett fram skriflega kröfu um atvinnubann – „Berufsverbot“, eins og þetta hét í Þýskalandi nazismans – á undirritaðan. Þetta mun hafa verið stutt ákæruskjali um meintar ávirðingar mínar, samkvæmt glansritinu „Nýju lífi“ og DV. Hverjar eru þessar sakargiftir? Árið 2005 var lögð fram kæra til lögreglu á hendur mér um meinta kynferðislega áreitni. Kærunni var vísað frá sem tilefnislausri. Kæran var tekin upp aftur við embætti saksóknara. Í það skiptið snerist hún um að ég hefði „sært blygðunarkennd“ viðtakanda bréfs, sem fylgdi bókargjöf eftir Nóbelsverðlaunahafa. Þessari kæru var líka vísað frá, þar sem ekki væri tilefni til sakfellingar. Málið hefur sumsé haft sinn gang í réttarkerfinu. Þar með var því lokið samkvæmt viðteknum starfsreglum réttarríkisins. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu reyndu sumir fjölmiðlar að dusta af því rykið snemma árs 2012. Í þeirri umfjöllun var málið afflutt á þann veg að það hefði snúist um kynferðislega áreitni gagnvart stúlku undir lögaldri. Það var og er staðleysustafir (sjá málsgögn á heimasíðu minni www.jbh.is). Þótt maðurinn væri að vísu saklaus samkvæmt niðurstöðum ákæruvaldsins – sem treysti sér ekki til málshöfðunar – skyldi hann samt dæmdur sekur í fjölmiðlum. Á þessu munu kynjafræðingar háskólans byggja málflutning sinn. En hvernig hefur hinn ákærði brugðist við? Hefur hann forherst og neitað allri sök? Nei – því fer fjarri. Hann hefur viðurkennt dómgreindarbrest og beðist fyrirgefningar og reynt sáttaumleitanir oftar en tölu verði á komið, bæði í einkaerindum og opinberlega. En eitt er að biðjast fyrirgefningar, annað að verða við henni. Mikilvægi fyrirgefningarinnar í boðskap fjallræðumannsins er vonandi enn kennd í guðfræðideildinni, þótt hún hafi ekki náð landi þarna í kynjafræðinni. Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.Trúverðugleiki? Hvað segir afhjúpun þessa máls okkur um það andlega ástand sem ríkir innan veggja Háskóla Íslands? Háskóli Íslands leitaði eftir starfskröftum mínum – væntanlega á faglegum forsendum – haustið 2009. Það var tveimur árum eftir að réttarkerfið hafði vísað frá kærumálum, þar sem ekki væri tilefni til sakfellingar. Háskólinn virtist ekki óttast það þá að þar með væri „þolendavænu umhverfi“ stúdenta stefnt í voða. Hvað hefur breyst? Fjölmiðlafár? Háskólinn efndi til samstarfs við mig um undirbúning og framkvæmd námskeiðshalds við Háskólann í Vilníus á sl. vori. Að fenginni reynslu falaðist háskólinn eftir mér sem kennara í námskeiði fyrir innlenda og erlenda stúdenta á þessu hausti. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi þar til nú, að þessi samstarfsbeiðni er afturkölluð. Hvers vegna? Opinberlega hefur háskólanum, enn sem komið er, láðst að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í einkasamtölum er mér sagt að forsvarsmenn háskólans óttist neikvæða umfjöllun um háskólann, einkum í fjölmiðlum. Þeir segjast einfaldlega hafa látið undan hótunum kynjafræðinga um linnulaus klögumál og jafnvel rof á starfsfriði ef þeir hefðu staðið við samstarfsbeiðni sína. Þeir hafi með öðrum orðum „beygt sig fyrir hótunum“. Sjálfir hafa þeir sagt, að þá „hrylli við“ því hugarástandi sem að baki býr; og að þeir viðurkenni að uppgjöfin skapi alvarlegt fordæmi varðandi starfshætti innan háskólans í framtíðinni. Þeir viðurkenna að hér sé verið að brjóta mannréttindi og grundvallarreglur réttarríkis. Hvað er þá orðið af „orðspori og trúverðugleika“ Háskóla Íslands? Það hefði varla hvarflað að neinum að fetta fingur út í það, þótt forráðamenn háskólans hefðu neitað að ráða mann í sína þjónustu sem hefði verið sekur fundinn í réttarkerfinu fyrir alvarleg brot; t.d. með Hæstaréttardóm á bakinu fyrir þau brot sem þykja hvað alvarlegust í akademísku samfélagi – til dæmis ritstuld. Forráðamenn háskólans hljóta að vega og meta vandlega, hvenær „orðspor og trúverðugleiki“ æðstu menntastofnunar þjóðarinnar er að veði. Hvað er að frétta af útvörðum réttarríkis og mannréttinda innan hins akademíska samfélags á Íslandi? Munu þeir nú láta til sín heyra af þessu tilefni? Eða eigum við að trúa því að þeir sem öðrum fremur eiga að standa vörð um mannréttindi í siðaðra manna samfélagi láti kúgast af hótunum ofstækisfulls sértrúarsafnaðar, sem gengur fram í nafni pólitísks rétttrúnaðar? Nýliðin saga segir okkur hvar sú vegferð endar. Var einhver að tala um talíbana? Fyrst svo er um hið græna tré, hvað þá um lággróður almenninganna?
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar