Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan 13. apríl 2013 13:37 Bjarni á fundinum í dag. Össur segir flokkinn ekki stjórntækan. „Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
„Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira