Glæta fremur en von Þorsteinn Pálsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Athyglisvert framlag til umræðunnar um viðreisn þjóðarbúsins birtist á forsíðu þessa blaðs í vikunni. Þar sagði forseti ASÍ að stöðugur gjaldmiðill væri forsenda þess að verkalýðshreyfingin og ný ríkisstjórn gætu átt samleið. Á sama vettvangi sagði framkvæmdastjóri SA að skoða ætti hvort unnt væri að taka upp fastgengisstefnu á ný. Það sýnir ábyrga hugsun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað lýst því á undanförnum vikum að umgjörð þeirra efnahagsráðstafana sem flokkur hans hyggst beita sér fyrir sé sátt við aðila vinnumarkaðarins. Nokkrir aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa látið svipuð orð falla. Frumkvæðið að þessari umræðu hefur ekki fangað athygli fjölmiðla fyrr en Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum talsmanna vinnumarkaðarins. Segja má að þetta sé eina viðleitnin til að beina efnahagsumræðunni inn á skynsamlegar brautir. Að því leyti er þetta fyrsta glætan í kosningabaráttunni. Von er sennilega of sterkt orð í þessu samhengi. Til þess hefur verðbólguhugsun Framsóknarflokksins verið of ráðandi í umræðunni. Eigi að síður er ástæða til að gefa þessari glætu gaum. Þríhliða samkomulag ríkisvaldsins, launþega og atvinnurekenda er gagnslítið nema því sé gefið efnislegt innihald sem máli skiptir. Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið ófriður á vinnumarkaði í þeim skilningi að verkföll hafi lamað verðmætasköpunina. Á hinn bóginn hefur ekki verið fyrir hendi samstaða um leiðir til að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er rétt hjá forystumönnum samtaka launafólks og atvinnulífs að peningamálin eru lykillinn að þeim dyrum sem ljúka þarf upp til að ná megi samstöðu af þessu tagi.Traust Framsóknarflokkurinn er vissulega ímynd þeirrar verðbólguhugsunar sem líklegast verður ofan á í kosningunum. Engum dettur þó í hug að hann yrði Þrándur í Götu stöðugleikaráðstafana ef þrýstingur í þá veru yrði nægjanlega mikill. Fylgisaukning Framsóknarflokksins á að sjálfsögðu ekki rætur í ósk kjósenda um verðbólgu. Sagan kennir okkur að verðbólgan er jafnan afleiðing þess að ekki er til staðar traust og samstaða um raunhæfar leiðir. Og verðbólguhugsunin er alltaf borin fram undir merkjum göfugra fyrirheita. Eftir á iðrast svo bæði stjórnmálaforingjar og kjósendur eins og alkóhólisti sem fellur fyrir guðaveigum. En hver á að byggja upp traust um raunhæfar leiðir til stöðugleika og verðmætasköpunar eins og mál hafa skipast? Eðlilegast er að kalla eftir forystu af vettvangi stjórnmálanna. Í þau skipti sem þríhliða samkomulag hefur verið reynt, eins og 1986 og 1990, hefur frumkvæðið þó komið sameiginlega frá vinnumarkaðnum. Samtök launafólks og atvinnulífs hafa ekki stjórnskipulegt umboð þó að þau gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðislegum stjórnarháttum landsins. Það gerir dæmið lítið eitt snúið. Veruleikinn er hins vegar sá að stjórnmálin eru of löskuð eftir hrunið og þetta kjörtímabil til þess að geta með góðu móti og nógu hratt endurvakið upp á eigin spýtur það traust sem raunhæfar lausnir byggja á. Möguleikinn á breiðri sátt um ábyrgar efnahagsráðstafanir er því undirorpinn samstöðu og frumkvæði samtaka á vinnumarkaðnum. Þau þurfa að nýta þá glætu sem er í stöðunni. Það er mikið í húfi og tíminn er dýrmætur.Stórt orð, stór ákvörðun Flestir líta svo á að upptök allra vandræða séu í hruninu. Það á þó ekki við um gjaldmiðilsvandræðin. Hrunið var að stórum hluta afleiðing þeirra. Upptök vandræðanna liggja í því að krónan ofreis langt umfram þau verðmæti sem þjóðin skapaði. Flest bendir til að því hafi ráðið veikleiki peningakerfisins fremur en veikleiki þeirra sem stjórnuðu kerfinu. En niðurstaðan er sú sama: Lífskjörin á árunum fyrir hrun voru fölsk. Menn geta ekki beitt raunhæfum viðreisnarráðum nema viðurkenna þá staðreynd. Nú er kominn fram mjór vísir að því bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum að það megi gerast. Tímasetningin skiptir öllu máli. Það er of seint að ætla að ræða þessa hluti með haustinu eins og aðilar vinnumarkaðarins áforma. Gangi allt sem horfir er hætt við að á nokkrum dögum í kjölfar kosninga verði samið um nýtt stjórnarsamstarf á forsendum verðbólguhugarfarsins hvort sem Framsóknarflokkurinn horfir til hægri eða vinstri. Þörfin á stöðugleika og samstöðu er svo brýn að ástæða er fyrir hverja þá sem koma að myndun ríkisstjórnar að bjóða aðilum vinnumarkaðarins formlega aðild að henni. Til þess þarf að brjóta viðjar vanans. Það kallar á nýja hugsun bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum. Þjóðarsátt er stórt orð. Hún verður aðeins að veruleika með stórum ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Athyglisvert framlag til umræðunnar um viðreisn þjóðarbúsins birtist á forsíðu þessa blaðs í vikunni. Þar sagði forseti ASÍ að stöðugur gjaldmiðill væri forsenda þess að verkalýðshreyfingin og ný ríkisstjórn gætu átt samleið. Á sama vettvangi sagði framkvæmdastjóri SA að skoða ætti hvort unnt væri að taka upp fastgengisstefnu á ný. Það sýnir ábyrga hugsun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað lýst því á undanförnum vikum að umgjörð þeirra efnahagsráðstafana sem flokkur hans hyggst beita sér fyrir sé sátt við aðila vinnumarkaðarins. Nokkrir aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa látið svipuð orð falla. Frumkvæðið að þessari umræðu hefur ekki fangað athygli fjölmiðla fyrr en Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum talsmanna vinnumarkaðarins. Segja má að þetta sé eina viðleitnin til að beina efnahagsumræðunni inn á skynsamlegar brautir. Að því leyti er þetta fyrsta glætan í kosningabaráttunni. Von er sennilega of sterkt orð í þessu samhengi. Til þess hefur verðbólguhugsun Framsóknarflokksins verið of ráðandi í umræðunni. Eigi að síður er ástæða til að gefa þessari glætu gaum. Þríhliða samkomulag ríkisvaldsins, launþega og atvinnurekenda er gagnslítið nema því sé gefið efnislegt innihald sem máli skiptir. Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið ófriður á vinnumarkaði í þeim skilningi að verkföll hafi lamað verðmætasköpunina. Á hinn bóginn hefur ekki verið fyrir hendi samstaða um leiðir til að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er rétt hjá forystumönnum samtaka launafólks og atvinnulífs að peningamálin eru lykillinn að þeim dyrum sem ljúka þarf upp til að ná megi samstöðu af þessu tagi.Traust Framsóknarflokkurinn er vissulega ímynd þeirrar verðbólguhugsunar sem líklegast verður ofan á í kosningunum. Engum dettur þó í hug að hann yrði Þrándur í Götu stöðugleikaráðstafana ef þrýstingur í þá veru yrði nægjanlega mikill. Fylgisaukning Framsóknarflokksins á að sjálfsögðu ekki rætur í ósk kjósenda um verðbólgu. Sagan kennir okkur að verðbólgan er jafnan afleiðing þess að ekki er til staðar traust og samstaða um raunhæfar leiðir. Og verðbólguhugsunin er alltaf borin fram undir merkjum göfugra fyrirheita. Eftir á iðrast svo bæði stjórnmálaforingjar og kjósendur eins og alkóhólisti sem fellur fyrir guðaveigum. En hver á að byggja upp traust um raunhæfar leiðir til stöðugleika og verðmætasköpunar eins og mál hafa skipast? Eðlilegast er að kalla eftir forystu af vettvangi stjórnmálanna. Í þau skipti sem þríhliða samkomulag hefur verið reynt, eins og 1986 og 1990, hefur frumkvæðið þó komið sameiginlega frá vinnumarkaðnum. Samtök launafólks og atvinnulífs hafa ekki stjórnskipulegt umboð þó að þau gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðislegum stjórnarháttum landsins. Það gerir dæmið lítið eitt snúið. Veruleikinn er hins vegar sá að stjórnmálin eru of löskuð eftir hrunið og þetta kjörtímabil til þess að geta með góðu móti og nógu hratt endurvakið upp á eigin spýtur það traust sem raunhæfar lausnir byggja á. Möguleikinn á breiðri sátt um ábyrgar efnahagsráðstafanir er því undirorpinn samstöðu og frumkvæði samtaka á vinnumarkaðnum. Þau þurfa að nýta þá glætu sem er í stöðunni. Það er mikið í húfi og tíminn er dýrmætur.Stórt orð, stór ákvörðun Flestir líta svo á að upptök allra vandræða séu í hruninu. Það á þó ekki við um gjaldmiðilsvandræðin. Hrunið var að stórum hluta afleiðing þeirra. Upptök vandræðanna liggja í því að krónan ofreis langt umfram þau verðmæti sem þjóðin skapaði. Flest bendir til að því hafi ráðið veikleiki peningakerfisins fremur en veikleiki þeirra sem stjórnuðu kerfinu. En niðurstaðan er sú sama: Lífskjörin á árunum fyrir hrun voru fölsk. Menn geta ekki beitt raunhæfum viðreisnarráðum nema viðurkenna þá staðreynd. Nú er kominn fram mjór vísir að því bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum að það megi gerast. Tímasetningin skiptir öllu máli. Það er of seint að ætla að ræða þessa hluti með haustinu eins og aðilar vinnumarkaðarins áforma. Gangi allt sem horfir er hætt við að á nokkrum dögum í kjölfar kosninga verði samið um nýtt stjórnarsamstarf á forsendum verðbólguhugarfarsins hvort sem Framsóknarflokkurinn horfir til hægri eða vinstri. Þörfin á stöðugleika og samstöðu er svo brýn að ástæða er fyrir hverja þá sem koma að myndun ríkisstjórnar að bjóða aðilum vinnumarkaðarins formlega aðild að henni. Til þess þarf að brjóta viðjar vanans. Það kallar á nýja hugsun bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum. Þjóðarsátt er stórt orð. Hún verður aðeins að veruleika með stórum ákvörðunum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar