Erlent

Réttað yfir rokksöngvara í sumar

Ásakanirnar á hendur söngvaranum eru grafalvarlegar.
Ásakanirnar á hendur söngvaranum eru grafalvarlegar. Mynd/Getty
Ian Watkins, söngvari og forsprakki bresku rokksveitarinnar Lostprophets á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda vofa yfir honum réttarhöld vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Hann var handtekinn í desember á síðasta ári fyrir að hafa skipulagt nauðgun á ársgömlu barni, en ekki hefur verið gefið upp hvernig komst upp um athæfið eða nánar um málavexti. Ónafngreind kona hefur einnig verið ákærð vegna málsins.

Þá hefur Watkins einnig verið ákærður fyrir framleiðslu, vörslu og dreifingu barnaníðefnis, og fyrir að hafa í fórum sínum dýraklám. Önnur kona hefur einnig verið ákærð fyrir aðild að þeim málum.

Réttarhöldin hefjast 15 júní en málið hefur vakið mikla athygli, en hljómsveit Watkins, Lostprophets, hefur selt um 3.5 milljón plötur á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×