Innlent

Hryggur næturinnar fangaður við Bláfjöll

Ómar Örn notaði hefðbundinn ljósmyndabúnað en lýsingartíminn var 30 sekúndur.
Ómar Örn notaði hefðbundinn ljósmyndabúnað en lýsingartíminn var 30 sekúndur. MYND/Ómar Örn Smith
Áhugaljósmyndarinn Ómar Örn Smith fangaði fegurð himintunglanna rétt utan við Hafnarfjörð, skammt frá Bláfjöllum. Á ljósmyndinni má sjá tignarlegan hrygg Vetrarbrautarinnar.

„Fyrr á tímum höfðu menn engar skýringar á slæðunni á reiðum höndum. Víkingarnir, forfeður okkar, sáu hana fyrir sér sem veginn sem hinir látnu gengu á í veisluhöldin í Valhöll," segir á Stjörnufræðivefnum. „Í huga Inka var slæðan fljót sem Apu Illapu veitti vatni í til að kalla fram rigningu. Egiptar höfðu svipaða sögu að segja en álitu hana hið himneska Nílarfljót. Grikkir sögðu hana mjólk úr brjósti Heru sem spýttist yfir himininn þegar Seifur reyndi að gefa syni sínum Herkúlesi að drekka í óþökk konu sinnar."

Ómar Örn notaði hefðbundinn ljósmyndabúnað en lýsingartíminn var 30 sekúndur.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ljósmyndina og Vetrarbrautina á Stjörnufræðivefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×