Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. „Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira