Lára Ómars: Pabbi er búinn að vera mjög þægilegur Sara McMahon skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Lára Ómarsdóttir vinnur að gerð nýrra ferðaþátta ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni. Fréttablaðið/Arnþór „Þátturinn ber vinnuheitið Fjarðarstiklur, þannig þeir verða eitthvað í anda Stiklanna. Við pabbi förum á staði sem gætu verið áhugaverðir fyrir Íslendinga, og aðra, að heimsækja. Þetta eru allt staðir sem eiga það til að gleymast, ólíkt Þingvöllum og Mývatni,“ útskýrir fréttakonan Lára Ómarsdóttir. Hún vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni. Þættirnir eru fræðandi ferðaþættir í anda hinna vinsælu sjónvarpsþátta Ómars, Stiklur. Hugmyndin að þáttunum er frá Láru komin og eru þeir byggðir á svonefndum „mömmuferðum“ sem hún og börnin hennar fara í á hverju ári. „Ég fer alltaf með börnin mín í „mömmuferðir“ og reyni þá að taka fyrir svolítinn bút af landinu og sýna þeim áhugaverða staði sem þar er að finna og tvinna inn í sögu staðarins og annan fróðleik. Þetta eru fræðandi ferðir og þættirnir eiga að vera fræðandi ferðaþættir,“ segir hún glaðlega.Samstarfið gott Lára er þáttastjórnandi Fjarðarstikla en hittir föður sinn á hinum ýmsu stöðum sem hann þekkir vel til. Þetta er í fyrsta sinn sem feðginin starfa saman og segir Lára að samstarfið hafi gengið ljómandi vel. „Þetta er búið að vera virkilega gaman. Við höfum aldrei unnið saman áður og samstarfið hefur gengið ljómandi vel. Pabbi er búinn að vera mjög þægilegur og bara einu sinni gleymt sér í smástund,“ segir hún og hlær. Lára ekur á milli tökustaða en Ómar kýs heldur að fljúga. Hann hefur þó neyðst endrum og sinnum til þess að sitja með henni í bílnum. „Hann sat í með mér þegar við fórum upp í Hvalfjörð, þá tók því ekki að fljúga. Ég held það hafi verið í fyrsta sinn sem hann hefur verið farþegi í bíl með mér. Svo getur hann auðvitað ekki keyrt heim að bæjum í flugvél og þá fær hann far með mér.“ Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu á nýju ári og er tilgangur þeirra að gefa fólki hugmyndir að skemmtilegum ferðastöðum fyrir næsta sumar. Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
„Þátturinn ber vinnuheitið Fjarðarstiklur, þannig þeir verða eitthvað í anda Stiklanna. Við pabbi förum á staði sem gætu verið áhugaverðir fyrir Íslendinga, og aðra, að heimsækja. Þetta eru allt staðir sem eiga það til að gleymast, ólíkt Þingvöllum og Mývatni,“ útskýrir fréttakonan Lára Ómarsdóttir. Hún vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni. Þættirnir eru fræðandi ferðaþættir í anda hinna vinsælu sjónvarpsþátta Ómars, Stiklur. Hugmyndin að þáttunum er frá Láru komin og eru þeir byggðir á svonefndum „mömmuferðum“ sem hún og börnin hennar fara í á hverju ári. „Ég fer alltaf með börnin mín í „mömmuferðir“ og reyni þá að taka fyrir svolítinn bút af landinu og sýna þeim áhugaverða staði sem þar er að finna og tvinna inn í sögu staðarins og annan fróðleik. Þetta eru fræðandi ferðir og þættirnir eiga að vera fræðandi ferðaþættir,“ segir hún glaðlega.Samstarfið gott Lára er þáttastjórnandi Fjarðarstikla en hittir föður sinn á hinum ýmsu stöðum sem hann þekkir vel til. Þetta er í fyrsta sinn sem feðginin starfa saman og segir Lára að samstarfið hafi gengið ljómandi vel. „Þetta er búið að vera virkilega gaman. Við höfum aldrei unnið saman áður og samstarfið hefur gengið ljómandi vel. Pabbi er búinn að vera mjög þægilegur og bara einu sinni gleymt sér í smástund,“ segir hún og hlær. Lára ekur á milli tökustaða en Ómar kýs heldur að fljúga. Hann hefur þó neyðst endrum og sinnum til þess að sitja með henni í bílnum. „Hann sat í með mér þegar við fórum upp í Hvalfjörð, þá tók því ekki að fljúga. Ég held það hafi verið í fyrsta sinn sem hann hefur verið farþegi í bíl með mér. Svo getur hann auðvitað ekki keyrt heim að bæjum í flugvél og þá fær hann far með mér.“ Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu á nýju ári og er tilgangur þeirra að gefa fólki hugmyndir að skemmtilegum ferðastöðum fyrir næsta sumar.
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira