Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara 22. apríl 2013 13:33 Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira