Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2013 08:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira