Íbúðalánasjóður fær bætur fyrir lækkun lánasafns vegna aðgerða stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2013 14:41 Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjoðs og Daria Zakharova, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldugra heimila muni hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir að honum verði bætt upp þau áhrif sem aðgerðirnar hafa. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna hafa undanfarna daga fullyrt að boðaðar aðgerðir til niðurfærslu lána heimilanna muni auka verðbólgu og þenslu í samfélaginu. Þá hefur legið fyrir að lækkun höfuðstóls íbúðalána muni hafa áhrif á lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í frétt Bloombergs um þetta mál er haft eftir Dariu Zakharova sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að aðgerðirnar muni auka áhættu Íbúðalánasjóðs og kalla á frekari innspítingu fjármagns frá ríkissjóði. AGS hafi séð áætlanir um að setja þurfi 40 milljarða inn í Íbúðalánasjóð á næstu fjórum árum vegna aðgerðanna, sem bætist við önnur framllög ríkissjóðs vegna eftirmála hrunsins. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjoðs vill ekki tjá sig um tölulegar fullyrðingar Bloomberg en segir ekki nýtt að bæta þurfi sjóðnum minnkandi lánasafn með aðgerðum stjórnvalda. Það hafi komið fram.En hvaðaáhrif munuþessar aðgerðir hafaáÍbúðalánasjóð?„Þær hafa þau áhrif að við verðum að færa niður lán í lánasafninu annars vegar og síðan fáum við svo mótframlag frá ríkissjóði. Það er að segja fullar bætur fyrir þau lán sem við þurfum að færa niður. Þannig að nettóáhrifin eru þau að lánasafnið minnkar og við fáum fjármuni á móti því,“ segir Sigurður. Heildaráhrifin á efnahagsreikninginn séu því lítil. En burt séð frá væntanlegum aðgerðum hefur staða Íbúðalánasjóðs verið mjög erfið undanfarin ár vegna mikilla uppgreiðslna lána og óhagstæðs vaxtamunar á útlánum og innlánum sjóðsins. „Það liggur fyrir að verið er að horfa á að leggja inn 4,5 milljarða á næsta ári. Það er í sínum eðlilega farvegi. Það er vegna þess að sjóðurinn er enn að fara í gegnum um eftirköstin af hruninu,“ segir Sigurður.Það sjái fyrir endann á því áfalli sem sjóðurinn varð fyrir og menn sjái fram á að sjóðurinn nái jafnvægi. „Já, já það eru ýmis jákvæð teikn. Við höfum séð vanskil fara lækkandi og við sjáum að það er aðeins að hægja á innstreymi fullnustueigna. Þannig að það eru klárlega jákvæðar vísbendingar um að það versta sé afstaðið og það fari að birta til í þessum rekstri,“ segir Sigurður Erlingsson.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira