Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra.
Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans.
