Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson komu inn á sem varamenn í 2-2 jafntefli AZ Alkmaar gegn PAOK í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar í kvöld.
Með jafnteflinu tryggði AZ sér sigur í L-riðli. Liðið fékk 12 stig og fer ósigrað í gegnum riðlakeppnina. Sömu sögu er að segja um PAOK en AZ skoraði fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna og heldur því toppsætinu.
Aron og Jóhann Berg komu inn á seint í leiknum. Aron fékk að líta gult spjald.

