Viðskipti innlent

Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þröstur Sveinbjörnsson hagfræðingur hefur sett upp reiknivél fyrir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar.
Þröstur Sveinbjörnsson hagfræðingur hefur sett upp reiknivél fyrir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar.
Hagfræðingur hefur sett upp reiknivél sem reiknar niðurfærslu verðtryggðra lána samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.

Þröstur Sveinbjörnsson er hagfræðingur en hefur stafað sem forritari undanfarin 2 ár, stendur fyrir síðunni.

Hann segir í samtali við Vísi að hann telji mikilvægt að almenningur geti áttað sig á hvers er að vænta.

„Ég tók bara skýrsluna frá ríkisstjórninni og lykilforsendur sem þar koma fyrir,“ segir Þröstur.

Hann segir að fólk geti séð hvaða grunnur myndist fyrir niðurfærslu en komi til þess að hún fari yfir hámarkið, sem er 4 milljónir, hafi hann sett stopp þar.

„Síðan er þarna reitur þar sem fólk getur slegið inn aðra skuldaniðurfærslu sem það hefur mögulega fengið áður eins og til dæmis við 110% leiðina. Þá dregst það frá,“ segir Þröstur.

Þröstur hefur einnig á sama stað sett upp reiknilíkan fyrir ráðstöfun séreignasparnaðar inn á verðtryggð húsnæðislán.

„Þarna er hægt að sjá hvaða áhrif það hefur að greiða þennan viðbótarsparnað inn á höfuðstól lánsins á þessu þriggja ára tímabili eins og það kemur fram í tillögunni,“ segir Þröstur og bætir við: „Það hefur greinilega áhrif að gera það en fólk verður að athuga að ef það síðan missir húsnæði sitt þá tapast þessi sparnaður.“

Hér fyrir neðan má sjá reiknivélina af síðu Þrastar en hægt er að skoða hana nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×