Segja dómarann hafa átt að grípa strax inn í Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2013 16:01 Frá sveitakeppninni um helgina. Mynd/Heimasíða GKG „Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í dag. Tilefnið er úrslitin í sveitakeppni kvenna í gær þar sem GKG hafði betur í úrslitum gegn Keiliskonum eftir dómsúrskurð.Líkt og greint var frá á Vísi í gær fór viðureignin í gær í bráðabana. Þar taldi liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson, að Þórdís Geirsdóttir hjá Keili hefði gerst sek um reglugerðarbrot þegar hún leitaði álits hjá liðsfélaga fyrir högg á annarri holu í bráðabananum.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, liðsmaður Keilis, sagði sína upplifun af málinu í samtali við Vísi í dag. „Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær,“ var meðal þess sem Guðrún Brá sagði. Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við ummæli á borð við þau sem höfð voru eftir Guðrúnu Brá. Telja þeir að að draga megi ranglega þá ályktun að beðið hafi verið með að kæra brotið þar til að bráðabananum loknum. „Liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson fór strax að kanna málið þegar Þórdís sótti sér aðstoð á annarri holu og talaði síðan við dómara við þriðju holu. Dómarinn var ekki viss í sinni sök en kom til Gunnars á fjórðu holu og sagði þetta óheimilt," segir í yfirlýsingunni. „Þegar Þórdís bað aftur um ráð á fjórðu holu, áður en hún tók annað höggið sitt og þremur höggum áður en hún kláraði holuna, brást Gunnar strax við og krafðist formlegra svara frá dómaranum. Í framhaldinu og einnig áður en Þórdís lauk gerði hann liðsstjóra Keilis grein fyrir kröfunni." Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við framgöngu dómarans í málinu og segja sökina hans. „Dómarinn gerði það versta í stöðunni, lét leikinn halda áfram í stað þess að stöðva hann og úrskurða í málinu. Þetta er kjarni málsins, hefði dómarinn gripið strax inn í atburðarásina þá hefði leikurinn ekki klárast og framhaldið hefði þar af leiðandi verið með öðrum hætti." Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í dag. Tilefnið er úrslitin í sveitakeppni kvenna í gær þar sem GKG hafði betur í úrslitum gegn Keiliskonum eftir dómsúrskurð.Líkt og greint var frá á Vísi í gær fór viðureignin í gær í bráðabana. Þar taldi liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson, að Þórdís Geirsdóttir hjá Keili hefði gerst sek um reglugerðarbrot þegar hún leitaði álits hjá liðsfélaga fyrir högg á annarri holu í bráðabananum.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, liðsmaður Keilis, sagði sína upplifun af málinu í samtali við Vísi í dag. „Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær,“ var meðal þess sem Guðrún Brá sagði. Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við ummæli á borð við þau sem höfð voru eftir Guðrúnu Brá. Telja þeir að að draga megi ranglega þá ályktun að beðið hafi verið með að kæra brotið þar til að bráðabananum loknum. „Liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson fór strax að kanna málið þegar Þórdís sótti sér aðstoð á annarri holu og talaði síðan við dómara við þriðju holu. Dómarinn var ekki viss í sinni sök en kom til Gunnars á fjórðu holu og sagði þetta óheimilt," segir í yfirlýsingunni. „Þegar Þórdís bað aftur um ráð á fjórðu holu, áður en hún tók annað höggið sitt og þremur höggum áður en hún kláraði holuna, brást Gunnar strax við og krafðist formlegra svara frá dómaranum. Í framhaldinu og einnig áður en Þórdís lauk gerði hann liðsstjóra Keilis grein fyrir kröfunni." Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við framgöngu dómarans í málinu og segja sökina hans. „Dómarinn gerði það versta í stöðunni, lét leikinn halda áfram í stað þess að stöðva hann og úrskurða í málinu. Þetta er kjarni málsins, hefði dómarinn gripið strax inn í atburðarásina þá hefði leikurinn ekki klárast og framhaldið hefði þar af leiðandi verið með öðrum hætti."
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira