Guðrún Brá: Mjög óíþróttamannsleg hegðun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 10:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK. Mynd / GVA Það gekk mikið á í Íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fór á Hólmsvelli Golfsklúbbs Suðurnesja í gær. Leikmönnum kvennaliðs GK var dæmdur ósigur eftir bráðabana við lið GKG en Þórdís Geirsdóttir hafði tryggt GK sigurinn á fjórðu holu bráðabanans. Hún leitaði aðstoðar hjá samherja í bráðabananum og er það með öllu óheimilt á slíku móti. Liðstjóri GKG lagði því strax inn kæru þegar GK hafði tryggt sér sigurinn og því var leikmönnum GKG dæmdur sigur. Keilisstúlkur voru ekki paránægðar með niðurstöðuna og strunsuðu út úr klúbbhúsinu um leið og þeim hafði verið afhentur silfurverðlaunapeningurinn. „Þetta var bara virkilega spennandi leikur og endaði á því að við þurftum að fara í bráðabana við GKG,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK, í samtali við Vísi. „Eftir fyrstu holu fengu báðir leikmenn par,“ segir Guðrún en Þórdís Geirsdóttir, leikmaður GK, lék gegn Særós Evu Óskarsdóttur, GKG, um sigurinn. „Á annarri holu náðu báðir leikmenn fínum upphafshöggum en Þórdís [Geirsdóttir] var komin í virkilega slæma stöðu eftir annað högg hennar. GKG slær aftur á móti beint inn á flöt og er komin með sigurinn í raun vísan. Leikmaður okkar kallar þá í liðsfélaga og ég veit lítið hvað fór þeirra á milli en það eina samt gat bjargað okkur var í raun stórkostlegt högg, sem og gerðist. Eftir höggið hefðu í raun liðsmenn GKG átt að koma fram og tjá sig um þetta atvik. Jafnt var eftir aðra holu og því var haldið yfir á þá þriðju.“ Eftir þriðju holu bráðabanans var enn jafnt og því þurfti að leika fjórðu holu bráðabanans. „Á lokaholunni á GKG lélegt upphafshögg og við byrjum mjög vel, erum staðsettar á miðri braut. Þórdís [Geirsdóttir] var líklega mjög stressuð þrátt fyrir að vera á ágætum stað og spyr þá liðsfélaga í annað sinn um álit. Á þessum tímapunkti er enginn að velta þessu fyrir sér en um leið og liðstjóri GKG áttaði sig á því að lið hans hefði tapað rauk hann beinustu leið til dómara og lagði fram kæru.“ GKG var því dæmdur sigur eftir að dómarar höfðu ráðfært sig við hvorn annan.Hér má sjá íslandsmeistara kvenna í Sveitakeppni, GKG.Mynd / FAcebook síða GKG„Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær.“ Myndir af silfurpeningi GK hafa nú eftir gærdaginn birst þar sem hann liggur á miðjum þjóðveginum. „Liðið var vissulega mjög svo brugðið eftir þessa keppni en aftur á móti verð ég að biðjast afsökunar á þessari hegðun okkar eftir á. Við áttum ekki að láta þetta fara svona í skapið á okkur.“Uppfært: „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta gæti verið túlkað sem svindl og það var aldrei okkar markmið. Okkur þykir miður hvernig fór og tökum þessum úrslitum." Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það gekk mikið á í Íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fór á Hólmsvelli Golfsklúbbs Suðurnesja í gær. Leikmönnum kvennaliðs GK var dæmdur ósigur eftir bráðabana við lið GKG en Þórdís Geirsdóttir hafði tryggt GK sigurinn á fjórðu holu bráðabanans. Hún leitaði aðstoðar hjá samherja í bráðabananum og er það með öllu óheimilt á slíku móti. Liðstjóri GKG lagði því strax inn kæru þegar GK hafði tryggt sér sigurinn og því var leikmönnum GKG dæmdur sigur. Keilisstúlkur voru ekki paránægðar með niðurstöðuna og strunsuðu út úr klúbbhúsinu um leið og þeim hafði verið afhentur silfurverðlaunapeningurinn. „Þetta var bara virkilega spennandi leikur og endaði á því að við þurftum að fara í bráðabana við GKG,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK, í samtali við Vísi. „Eftir fyrstu holu fengu báðir leikmenn par,“ segir Guðrún en Þórdís Geirsdóttir, leikmaður GK, lék gegn Særós Evu Óskarsdóttur, GKG, um sigurinn. „Á annarri holu náðu báðir leikmenn fínum upphafshöggum en Þórdís [Geirsdóttir] var komin í virkilega slæma stöðu eftir annað högg hennar. GKG slær aftur á móti beint inn á flöt og er komin með sigurinn í raun vísan. Leikmaður okkar kallar þá í liðsfélaga og ég veit lítið hvað fór þeirra á milli en það eina samt gat bjargað okkur var í raun stórkostlegt högg, sem og gerðist. Eftir höggið hefðu í raun liðsmenn GKG átt að koma fram og tjá sig um þetta atvik. Jafnt var eftir aðra holu og því var haldið yfir á þá þriðju.“ Eftir þriðju holu bráðabanans var enn jafnt og því þurfti að leika fjórðu holu bráðabanans. „Á lokaholunni á GKG lélegt upphafshögg og við byrjum mjög vel, erum staðsettar á miðri braut. Þórdís [Geirsdóttir] var líklega mjög stressuð þrátt fyrir að vera á ágætum stað og spyr þá liðsfélaga í annað sinn um álit. Á þessum tímapunkti er enginn að velta þessu fyrir sér en um leið og liðstjóri GKG áttaði sig á því að lið hans hefði tapað rauk hann beinustu leið til dómara og lagði fram kæru.“ GKG var því dæmdur sigur eftir að dómarar höfðu ráðfært sig við hvorn annan.Hér má sjá íslandsmeistara kvenna í Sveitakeppni, GKG.Mynd / FAcebook síða GKG„Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær.“ Myndir af silfurpeningi GK hafa nú eftir gærdaginn birst þar sem hann liggur á miðjum þjóðveginum. „Liðið var vissulega mjög svo brugðið eftir þessa keppni en aftur á móti verð ég að biðjast afsökunar á þessari hegðun okkar eftir á. Við áttum ekki að láta þetta fara svona í skapið á okkur.“Uppfært: „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta gæti verið túlkað sem svindl og það var aldrei okkar markmið. Okkur þykir miður hvernig fór og tökum þessum úrslitum."
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira