Erlent

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var þungt yfir Pistoriusi í dómsalnum í dag.
Það var þungt yfir Pistoriusi í dómsalnum í dag. mynd/afp
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, sem skotin var til bana á heimili hans í febrúar.

Pistorius var handtekinn í kjölfarið en látinn laus gegn tryggingu nokkrum dögum síðar. Hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi og sagt að um slys hafi verið að ræða. Hann hafi talið að hann væri að skjóta innbrotsþjóf, en Steenkamp, sem hefði orðið þrítug í dag, var skotin í gegn um baðhergishurð. Þá var Pistorius einnig ákærður fyrir að hafa í fórum sínum ólögleg skotfæri.

Réttarhöldin hefjast í mars á næsta ári og Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×