Uppfært kl. 18.51:
Svo virðist sem myndin sem Fran Ocean setti á Facebook síðu sína sé mynd sem var tekin þann 30. mars 2012. Því er einsýnt að hún var ekki tekin við komu hans til landsins nú í júlí. Áhangendur kappans þurfa því að bíða örlítið lengur þar til hann lætur sjá sig á landinu.
---
Tónlistarmaðurinn Frank Ocean er kominn til landsins, ef marka má mynd sem kappinn setti inn á Facebook síðu sína fyrr í dag. Myndin er tekin við Svartafoss í Skaftafelli, en ekki sést hver er nákvæmlega á myndinni.
Ocean kemur til með að spila á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. júlí næstkomandi svo ljóst er að hann er nokkuð tímanlega á ferðinni, ef rétt reynist. Hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir útgáfu nýjustu plötu sinnar, Channel Orange og var hann til að mynda á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Ocean er einungis 25 ára gamall.
