Mikið snobb í Lúxemborg Marín Manda skrifar 8. júlí 2013 12:00 Mun klára ljósmyndunarnámið í Tækniskólanum. Undanfarin ár hefur Nína Björk Gunnarsdóttir verið að stílisera og ljósmynda ásamt því að sinna móðurhlutverkinu. Nýverið flutti hún til Íslands eftir búsetu í Lúxemborg þar sem lífið var heldur íburðarmeira. Lífið ræddi við Nínu Björk um ljósmyndunina, nýtt upphaf og framtíðardrauma á Íslandi.Velkomin heim! Nú ertu flutt aftur til Íslands frá Lúxemborg, hvernig er tilfinningin að vera komin heim?„Það er rosalega góð tilfinning. Ísland er land mitt og hérna vil ég festa rætur næstu árin. Ég gat ekki verið mínútu lengur úti. Ég var komin með mikla heimþrá og svo eru miklu fleiri tækifæri fyrir konur hér heima. Konur á Íslandi eru miklu sjálfstæðari. Svo er það bara lífið að vera í kringum sína nánustu.“ Það er stutt í hláturinn hjá Nínu Björk.Myndir/Arnþór BirkissonHvað kom til að þið flytjið heim núna? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Okkur fannst þetta rétti tíminn núna þar sem sonur minn, sem er að byrja í gagnfræðaskóla, vildi vera unglingur á Íslandi. Ég er að fara í meira ljósmyndanám, kærastinn fékk vinnu á Íslandi og dóttirin er komin með leikskólapláss, þannig að allir eru með sitt. Það er eiginlega ótrúlegt hvað allt gengur vel með heimflutninginn. Ég fann meira að segja íbúð á tveimur dögum.“ Nína Björk vann sem fyrirsæta i mörg árMikið snobb í LúxemborgHvað bjóstu lengi í Lúxemborg?„Ég bjó úti í fjögur ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég fékk ýmis tækifæri í ljósmynduninni. Ég eignaðist frábærar vinkonur og ég kynntist sjálfri mér einnig upp á nýtt. Börnin hafa fengið heilan helling út úr þessu þannig að ég er bara þakklát fyrir þennan tíma með börnunum mínum. Ég fæddi Emblu dóttur mína í Lúxemborg, sem var stærsta gjöfin mín. Egill stóð sig vel í skólanum og átti góð tímabil í fótboltanum. Það er líka nauðsynlegt að komast í burtu frá Íslandi, þá kann maður að meta litlu hlutina svo miklu betur.“ Geturðu nefnt helstu kosti og ókosti við borgina? „Lúxemborg er æðislega staðsett og því er svo auðvelt að ferðast annað þaðan frá. Þar er frábært heilbrigðiskerfi. Hugsunarhátturinn er frekar gamaldags og svo er ansi mikið snobb í gangi. Þarna ganga þrettán ára stelpur um með Louis Vuitton-töskur enda má ekki minna vera. Mig langar ekki til að ala upp börnin mín í svoleiðis umhverfi. Maður lærir ekki á lífið nema maður vinni fyrir hlutunum. Það þykir eðlilegt að konur séu heimavinnandi en ég er svo mikið fiðrildi og þarf því að vinna og skapa.“Nína Björk tók myndir fyrir fatahönnuð úti í Lúxemborg.Heima er bestFékkstu stundum heimþrá? Hvers saknaðirðu þá einna helst? „Ég saknaði fjölskyldu og vina, og þess hvað allt er þægilegt á Íslandi. Það er svo stutt í allt og svo er menningin heima aðlaðandi. Mér finnst Íslendingar upp til hópa ofboðslega skemmtilegt fólk. Það getur verið að ég fái örlítið menningarsjokk að koma til baka en ég hræðist ekkert nema myrkrið á veturna.“ Nína Björk lifir og hrærist í tískuheiminum.Ræktar tengslanetiðÞú hefur búið erlendis áður, er það ekki? „Jú, ég bjó í Kaupmannahöfn þar sem ég var í ljósmyndanámi. Svo starfaði ég sem fyrirsæta í London, París, Mílanó og á Grikklandi.“Hvernig var það að vinna sem ljósmyndari/stílisti í Lúxemborg? „Ég tók að mér ýmis áhugaverð verkefni og tók myndir af öllum flottustu tískumerkjunum í heimi fyrir Friden í Lúxemborg, vann fyrir Gia in Style og fleiri. Eitt sinn myndaði kjól sem kostaði yfir 4.000 evrur, ég var eiginlega að fara á taugum. Það er þó mun erfiðara að komast að úti í Lúxemborg og fá verkefni. Tengslanetið á Íslandi er auðvitað stórkostlegt.“ Hvernig var að vera með tvö börn í stórborg?„Þetta var frábært tækifæri fyrir þau til að læra meiri aga og önnur tungumál og það verður þeim gott veganesti út í lífið. Hins vegar er frelsið heima svo gott fyrir íslensk börn.“Hvern hefur verið mest gefandi að mynda frá því þú byrjaðir að ljósmynda?„Ég er búin að mynda svo margt stórkostlegt fólk í gegnum tíðina. Það hafa allir sinn sjarma og eftir verkefni geta myndast góð tengsl á milli fólks. Flestir eru gefandi en bara á mismunandi hátt.“Eins og Hollywood stjarna.Þú hefur nú verið að vinna við önnur verkefni en að ljósmynda, eins og að senda Íslendingum föt frá H&M gegn greiðslu. Hvernig kom það til?„Íslendingar eru auðvitað afar hrifnir af H&M og versla mikið þar þegar þeir fara til útlanda. Mér fannst þetta sniðug hugmynd og gerði þó nokkuð af þessu. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að versla því ég lifi og hrærist í tískuheiminum sem er líka mitt áhugamál.“Með sama húmor og móðir sín.Framtíðin á ÍslandiEru spennandi tímar fram undan? Hvað er á döfinni hjá þér? „Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Ég ætla að fara á fullt í ljósmyndunina og er með margar hugmyndir sem ég ætla að skapa. Þess vegna ætla ég að klára ljósmyndanámið frá Tækniskólanum. Eftir það er draumurinn að opna stofu eða stúdíó. Ég er búin að vera í fjarnámi í Tækniskólanum en á eins árs sérnám eftir núna.“ Lumar þú á einhverjum tískuráðum?„Maður á að klæðast því sem manni líður vel í. Það skapar sjálfsöryggi. Fallegir skór, skartgripir, töskur og hattar finnst mér setja punktinn yfir i-ið. Konur þurfa að passa sig að klæðast ekki of flegnu því þá getur maður misst þokkann. Frekar að leyfa huganum að nota ímyndunaraflið, það finnst mér þokkafullt.“Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?„Eins gott að ég særi engan, en það eru án efa allar konur sem ég umgengst í mínu lífi. Ég er svo lánsöm að eiga frábærar systur og vinkonur sem ég gæti aldrei lifað án. Svo finnst mér gaman að hlæja með mömmu minni. Við erum með sama húmor sem ekki allir ná.“ Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin með forsíðustúlku Lífsins Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari prýðir forsíðu Lífsins á morgun en hún ræðir einlægt um erlenda búsetu, tískuiðnaðinn, móðurhlutverkið og spennandi tíma sem framundan eru. 4. júlí 2013 14:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Undanfarin ár hefur Nína Björk Gunnarsdóttir verið að stílisera og ljósmynda ásamt því að sinna móðurhlutverkinu. Nýverið flutti hún til Íslands eftir búsetu í Lúxemborg þar sem lífið var heldur íburðarmeira. Lífið ræddi við Nínu Björk um ljósmyndunina, nýtt upphaf og framtíðardrauma á Íslandi.Velkomin heim! Nú ertu flutt aftur til Íslands frá Lúxemborg, hvernig er tilfinningin að vera komin heim?„Það er rosalega góð tilfinning. Ísland er land mitt og hérna vil ég festa rætur næstu árin. Ég gat ekki verið mínútu lengur úti. Ég var komin með mikla heimþrá og svo eru miklu fleiri tækifæri fyrir konur hér heima. Konur á Íslandi eru miklu sjálfstæðari. Svo er það bara lífið að vera í kringum sína nánustu.“ Það er stutt í hláturinn hjá Nínu Björk.Myndir/Arnþór BirkissonHvað kom til að þið flytjið heim núna? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Okkur fannst þetta rétti tíminn núna þar sem sonur minn, sem er að byrja í gagnfræðaskóla, vildi vera unglingur á Íslandi. Ég er að fara í meira ljósmyndanám, kærastinn fékk vinnu á Íslandi og dóttirin er komin með leikskólapláss, þannig að allir eru með sitt. Það er eiginlega ótrúlegt hvað allt gengur vel með heimflutninginn. Ég fann meira að segja íbúð á tveimur dögum.“ Nína Björk vann sem fyrirsæta i mörg árMikið snobb í LúxemborgHvað bjóstu lengi í Lúxemborg?„Ég bjó úti í fjögur ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég fékk ýmis tækifæri í ljósmynduninni. Ég eignaðist frábærar vinkonur og ég kynntist sjálfri mér einnig upp á nýtt. Börnin hafa fengið heilan helling út úr þessu þannig að ég er bara þakklát fyrir þennan tíma með börnunum mínum. Ég fæddi Emblu dóttur mína í Lúxemborg, sem var stærsta gjöfin mín. Egill stóð sig vel í skólanum og átti góð tímabil í fótboltanum. Það er líka nauðsynlegt að komast í burtu frá Íslandi, þá kann maður að meta litlu hlutina svo miklu betur.“ Geturðu nefnt helstu kosti og ókosti við borgina? „Lúxemborg er æðislega staðsett og því er svo auðvelt að ferðast annað þaðan frá. Þar er frábært heilbrigðiskerfi. Hugsunarhátturinn er frekar gamaldags og svo er ansi mikið snobb í gangi. Þarna ganga þrettán ára stelpur um með Louis Vuitton-töskur enda má ekki minna vera. Mig langar ekki til að ala upp börnin mín í svoleiðis umhverfi. Maður lærir ekki á lífið nema maður vinni fyrir hlutunum. Það þykir eðlilegt að konur séu heimavinnandi en ég er svo mikið fiðrildi og þarf því að vinna og skapa.“Nína Björk tók myndir fyrir fatahönnuð úti í Lúxemborg.Heima er bestFékkstu stundum heimþrá? Hvers saknaðirðu þá einna helst? „Ég saknaði fjölskyldu og vina, og þess hvað allt er þægilegt á Íslandi. Það er svo stutt í allt og svo er menningin heima aðlaðandi. Mér finnst Íslendingar upp til hópa ofboðslega skemmtilegt fólk. Það getur verið að ég fái örlítið menningarsjokk að koma til baka en ég hræðist ekkert nema myrkrið á veturna.“ Nína Björk lifir og hrærist í tískuheiminum.Ræktar tengslanetiðÞú hefur búið erlendis áður, er það ekki? „Jú, ég bjó í Kaupmannahöfn þar sem ég var í ljósmyndanámi. Svo starfaði ég sem fyrirsæta í London, París, Mílanó og á Grikklandi.“Hvernig var það að vinna sem ljósmyndari/stílisti í Lúxemborg? „Ég tók að mér ýmis áhugaverð verkefni og tók myndir af öllum flottustu tískumerkjunum í heimi fyrir Friden í Lúxemborg, vann fyrir Gia in Style og fleiri. Eitt sinn myndaði kjól sem kostaði yfir 4.000 evrur, ég var eiginlega að fara á taugum. Það er þó mun erfiðara að komast að úti í Lúxemborg og fá verkefni. Tengslanetið á Íslandi er auðvitað stórkostlegt.“ Hvernig var að vera með tvö börn í stórborg?„Þetta var frábært tækifæri fyrir þau til að læra meiri aga og önnur tungumál og það verður þeim gott veganesti út í lífið. Hins vegar er frelsið heima svo gott fyrir íslensk börn.“Hvern hefur verið mest gefandi að mynda frá því þú byrjaðir að ljósmynda?„Ég er búin að mynda svo margt stórkostlegt fólk í gegnum tíðina. Það hafa allir sinn sjarma og eftir verkefni geta myndast góð tengsl á milli fólks. Flestir eru gefandi en bara á mismunandi hátt.“Eins og Hollywood stjarna.Þú hefur nú verið að vinna við önnur verkefni en að ljósmynda, eins og að senda Íslendingum föt frá H&M gegn greiðslu. Hvernig kom það til?„Íslendingar eru auðvitað afar hrifnir af H&M og versla mikið þar þegar þeir fara til útlanda. Mér fannst þetta sniðug hugmynd og gerði þó nokkuð af þessu. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að versla því ég lifi og hrærist í tískuheiminum sem er líka mitt áhugamál.“Með sama húmor og móðir sín.Framtíðin á ÍslandiEru spennandi tímar fram undan? Hvað er á döfinni hjá þér? „Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Ég ætla að fara á fullt í ljósmyndunina og er með margar hugmyndir sem ég ætla að skapa. Þess vegna ætla ég að klára ljósmyndanámið frá Tækniskólanum. Eftir það er draumurinn að opna stofu eða stúdíó. Ég er búin að vera í fjarnámi í Tækniskólanum en á eins árs sérnám eftir núna.“ Lumar þú á einhverjum tískuráðum?„Maður á að klæðast því sem manni líður vel í. Það skapar sjálfsöryggi. Fallegir skór, skartgripir, töskur og hattar finnst mér setja punktinn yfir i-ið. Konur þurfa að passa sig að klæðast ekki of flegnu því þá getur maður misst þokkann. Frekar að leyfa huganum að nota ímyndunaraflið, það finnst mér þokkafullt.“Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?„Eins gott að ég særi engan, en það eru án efa allar konur sem ég umgengst í mínu lífi. Ég er svo lánsöm að eiga frábærar systur og vinkonur sem ég gæti aldrei lifað án. Svo finnst mér gaman að hlæja með mömmu minni. Við erum með sama húmor sem ekki allir ná.“
Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin með forsíðustúlku Lífsins Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari prýðir forsíðu Lífsins á morgun en hún ræðir einlægt um erlenda búsetu, tískuiðnaðinn, móðurhlutverkið og spennandi tíma sem framundan eru. 4. júlí 2013 14:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Á bakvið tjöldin með forsíðustúlku Lífsins Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari prýðir forsíðu Lífsins á morgun en hún ræðir einlægt um erlenda búsetu, tískuiðnaðinn, móðurhlutverkið og spennandi tíma sem framundan eru. 4. júlí 2013 14:00