Þorvaldur Davíð landaði hlutverki í Hollywood Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 23:15 Þorvaldur Davíð Kristjánsson landaði hlutverki í kvikmyndinni Dracula. Það er kvikmyndasamsteypan Universal Studios sem stendur á bak við myndina en framleiðandinn er Michael de Luca. „Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira