Kominn í Borgarleikhúsið Kjartan Guðmundsson skrifar 1. júní 2013 20:41 Þorvaldur Davíð hefur alið manninn í Los Angeles og á Íslandi síðan hann útskrifaðist úr Julliard listaháskólanum árið 2011. Hann verður hér heima á næstunni enda önnum kafinn í hinum ýmsu verkefnum. MyndGVA Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað." Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári. „Þetta er magnað verk og frábært hlutverk að takast á við fyrir nýútskrifaðan leikara," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. Þorvaldur hefur jafnframt gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með hlutverk í fleiri sýningum á næsta leikári, meðal annars í leikritinu Jeppi á fjalli eftir Ludvig Holberg sem æfingar eru nýhafnar á. Simon Stephens er höfundur sýningarinnar Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Sagan fjallar um óvenjulegan dreng, Christopher, sem leggur í langferð til að fá skilning á heimi fullorðna fólksins. Borgarleikúsið er fyrsta leikhúsið í heiminum til að til að tryggja sér sýningarréttinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt utan Bretlands og leikstjóri er Hilmar Jónsson. Þorvaldur segist hlakka mikið til. „Hilmar Jónsson leikstjóra þekki ég til dæmis vel enda hef ég unnið með honum tvisvar áður, í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann er flottur leikstjóri og það verður gaman að vinna með honum. Við erum í raun nýbyrjuð að undirbúa sýninguna, vinna að persónusköpun og slíku, og það á ýmislegt eftir að koma í ljós." Aðspurður viðurkennir Þorvaldur Davíð að Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hafi mikinn sannfæringarkraft en ekki hafi þurft mikið til að sannfæra hann um að skrifa undir hjá Borgarleikhúsinu. Leikarinn útskrifaðist frá Juilliard listaháskólanum í New York seinni hluta árs 2011 og hefur síðan dvalið bæði í Los Angeles og hér heima á Íslandi í ýmsum verkefnum. Þar á meðal fór með hann aðalhlutverk í spennumyndinni Svartur á leik og hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Vonarstræti, sem verður frumsýnd í kringum áramótin. Í sumar hefjast tökur á enn einni myndinni sem Þorvaldur leikur í, Blóð hraustra manna í leikstjórn Ólafs de Fleur, auk þess sem Þorvaldur vinnur þessa dagana að undirbúningi sjónvarpsseríu byggða á spennu sögum Ragnars Jónassonar. Í síðastnefnda verkefninu hyggst Þorvaldur leika aðalhlutverk og taka einnig þátt í framleiðslu þáttaraðarinnar ásamt Sagafilm. Því lítur út fyrir að Þorvaldur muni hafa lítinn frítíma í sumar, en hann á von á barni síðsumars ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Karlsdóttur. „Við ætlum þó að reyna að komast eitthvert út á land, vonandi austur á Fáskrúðsfjörð að hitta fjölskyldu sem ég á þar. Það er draumurinn að komast þangað."
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira