Erlent

Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi

Berlusconi við réttarhöldin í Mílanó. Taka skal fram að þau fóru fram innandyr þó að forsætisráðherrann fyrrverandi er með sólgleraugu.
Berlusconi við réttarhöldin í Mílanó. Taka skal fram að þau fóru fram innandyr þó að forsætisráðherrann fyrrverandi er með sólgleraugu. Mynd/AFP
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það.

Í dómnum kemur einnig fram að hann má ekki taka starfa fyrir hið opinbera það sem eftir er. Dómurinn var kveðinn upp í Mílanó eftir hádegi í dag en forsætisráðherrann fyrrverandi getur áfrýjað honum til æðra dómstigs.

Berlusconi neitaði sök, og stúlkan kveðst aldrei hafa sofið hjá honum. En dómstóllinn taldi sannað að þau hafi stundað mök í frægum „bunga bunga-teitum" sem hann hélt reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×