Mál handaþegans leysast Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix. Eftir að Vísir greindi frá vandræðum hans settu Seðlabankamenn sig í samband við hann og hafa nú greiðst úr hans málum. "Fékk símtal frá góðri manneskju í Seðlabankanum í dag eftir að feisbúkkstatusinn minn leitaði í fjölmiðla og þetta gjaldeyrismál verður leyst hratt og örugglega," skrifar Guðmundur Felix Grétarsson kátur á Facebook nú fyrir skömmu. Vísir greindi frá vandræðum Guðmundar í dag en hann er í klemmu í Lyon þar sem hann undirbýr sig fyrir aðgerð sem felst í því að græddar verða á hann hendur. Aðgerðin er fyrirhuguð í september. Guðmundur Felix fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum til að kaupa evrur fyrir söfnunarfé en aðgerðin kostar um 25 milljónir. Gallinn var sá að hann fær ekki að flytja féð úr landi. Guðmundur Felix er staddur tímabundið í leiguíbúð í Lyon meðan hann er að leita sér að húsnæði. "En til að vera með húsnæði hérna þarf ég að vera með franskan bankareikning og tryggingu. Og til að geta flutt peninga úr landi þarf ég að vera með lögheimili hérna. Þannig að ég get ekki fengið íbúðina af því að ég er ekki með peninginn og get ekki fengið peninginn af því að ég er ekki með íbúðina," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Vísir heyrði í Seðlabankamönnum og þó þeir geti ekki tjáð sig um málefni einstakra aðila þá töldu þeir ljóst að ljóst að einhver misskilningur sé á ferðinni. "Viðkomandi þyrfti að hafa samband við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans til að leysa úr málinu," sögðu Seðlabankamenn. Og þeir gerðu gott betur, settu sig í samband við Guðmund Felix og greiddu úr hans málum. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
"Fékk símtal frá góðri manneskju í Seðlabankanum í dag eftir að feisbúkkstatusinn minn leitaði í fjölmiðla og þetta gjaldeyrismál verður leyst hratt og örugglega," skrifar Guðmundur Felix Grétarsson kátur á Facebook nú fyrir skömmu. Vísir greindi frá vandræðum Guðmundar í dag en hann er í klemmu í Lyon þar sem hann undirbýr sig fyrir aðgerð sem felst í því að græddar verða á hann hendur. Aðgerðin er fyrirhuguð í september. Guðmundur Felix fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum til að kaupa evrur fyrir söfnunarfé en aðgerðin kostar um 25 milljónir. Gallinn var sá að hann fær ekki að flytja féð úr landi. Guðmundur Felix er staddur tímabundið í leiguíbúð í Lyon meðan hann er að leita sér að húsnæði. "En til að vera með húsnæði hérna þarf ég að vera með franskan bankareikning og tryggingu. Og til að geta flutt peninga úr landi þarf ég að vera með lögheimili hérna. Þannig að ég get ekki fengið íbúðina af því að ég er ekki með peninginn og get ekki fengið peninginn af því að ég er ekki með íbúðina," sagði Guðmundur í samtali við Vísi. Vísir heyrði í Seðlabankamönnum og þó þeir geti ekki tjáð sig um málefni einstakra aðila þá töldu þeir ljóst að ljóst að einhver misskilningur sé á ferðinni. "Viðkomandi þyrfti að hafa samband við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans til að leysa úr málinu," sögðu Seðlabankamenn. Og þeir gerðu gott betur, settu sig í samband við Guðmund Felix og greiddu úr hans málum.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira