Viðskipti innlent

Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið

Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar.
Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar.
„Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu.

Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar.

Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar  þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni.

„Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar.

Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú.

Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við  Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu.

En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars.

„Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×