Íslendingar og erlendir ferðamenn rukkaðir fyrir að skoða Kerið 25. júní 2013 13:17 Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. „Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“ Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira
„Það er alveg fráleitt að gera sérstakan mun á útlendingum og Íslendingum, og okkur dettur ekki í hug að taka þátt í slíku,“ segir Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, en félagið hefur ákveðið að rukka fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesinu. Nú kostar 350 íslenskar krónur að skoða Kerið, sem eru tvær evrur eða þrír Bandaríkjadollarar. Óskar segir það sama ganga yfir Íslendinga og erlenda ferðamenn hvað gjaldið varðar. Landeigendur takmörkuðu rútuumferð árið 2008 og viðraði þá Óskar þá hugmynd að taka gjald af þeim sem skoða náttúruperluna svo það væri hægt að mæta ágangi ferðamanna á landsvæðið. Það mæltist heldur illa fyrir. Ríkisstjórnin sagðist þá ætla að finna leið til þess að leysa málið en Óskar og félagar gáfust upp á biðinni. „Þá var því lofað að það yrði brugðist hratt við, en það vita allir hver lausnin var; hún var gistináttagjaldið sem er einhver alvitlausasti skattur sem uppi hefur verið,“ segir Óskar. Hann segir að það hafi því verið fullreynt að finna allsherjarlausn á vandanum. Sjálfur telur Óskar að það þurfi að leysa vandamálið í smærri einingum, líkt og þeir reyna nú. Gjaldið verður innheimt á staðnum. Við Kerið verður starfsmaður á fullum launum í sérstöku skýli. Óskar segist vonast til þess að önnur lausn verði fundin á málinu, enda sé aðferðin bæði dýr og gamaldags, eins og hann orðar það sjálfur. Hann segir umframfé fara í uppbyggingu á svæðinu. En sitt sýnist hverjum um Það að einkaaðilar takmarki aðgang landsmanna að náttúruperlum. Óskar segir að hver og einn þurfi að svara því hvort honum finnist þetta í lagi, en ef aðgengið verður ekki takmarkað, þarf að loka svæðinu að mati Óskars. „Spurningin er í raun einföld; viljum við gott aðgengi fyrir ferðamenn, eða loka svæðinu?“
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira