Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 21:24 Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna. Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna.
Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24