Tónlist

Sex sólóplötur á sjö árum

Freyr Bjarnason skrifar
Friðrik Ómar gefur út sína sjöttu hljóðversplötu í dag.
Friðrik Ómar gefur út sína sjöttu hljóðversplötu í dag.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar sendir frá sér sína sjöttu sólóplötu í dag.

Hún heitir Kveðja og inniheldur fjórtán sálma og saknaðarsöngva sem margir hverjir eiga sérstakan stað í huga og hjörtum landsmanna, þar á meðal Þakkarbæn, Ave Maria, Í bljúgri bæn, Söknuður, Heyr mína bæn og Íslenska konan.

Á plötunni eru einnig þrjú ný lög eftir Friðrik Ómar sjálfan. Gestasöngvarar eru vinir og samstarfsfélagar hans, þau Guðrún Gunnarsdóttir og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er Dalvíkingur rétt eins og Friðrik.

Aðeins sjö ár eru liðin síðan fyrsta sólóplata hins afkastamikla Friðriks Ómars, Annan dag, kom út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×