Scarlett Johansson fær ekki tilnefningu til Golden Globe eftir allt saman 27. nóvember 2013 23:00 Spike Jonze, Scarlett Johansson og Joaquin Phoenix á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. AFP/NordicPhotos Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kemur Scarlett Johanson ekki til með að hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Her í leikstjórn Spike Jonze, eins og áður hafði verið haldið. Kvikmyndin hefur verið sterklega orðuð við tilnefningar til Golden Globe og Óskarsverðlauna í mörgum flokkum, en frammistaða Scarlett Johansson þótti standa upp úr í myndinni, þar sem hún leikur á móti Joaquin Phoenix. Nú er hins vegar komið í ljós að hún mun ekki hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna vegna þess að hún birtist aldrei á skjánum í myndinni. Mynd Jonze fjallar um mann sem verður ástfanginn af hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sinni, sem Johansson ljáir rödd sína, og hefur hlotið lof marga gagnrýnenda vestanhafs - margir hverjir hafa lýst frammistöðu hennar í myndinni sem framúrskarandi. Þá höfðu margir gagnrýnendur orð á því að það væri magnað hversu kynþokkafullri henni tækist að vera, með röddina eina að vopni. Þrátt fyrir að hljóta ekki tilnefningu til Golden Globe halda margir enn í vonina um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Johansson, sem er 29 ára gömul, var valin besta leikkonan fyrir hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. Johansson hefur aldrei hlotið Óskarstilnefningu, en hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, síðast fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Match Point, árið 2005. Hefði hún hlotið tilnefningu til Golden Globe fyrir hlutverkið í Her hefði hún orðið sú fyrsta í sögunni til að hljóta tilnefningu til verðlaunanna þrátt fyrir að birtast aldrei í mynd í kvikmyndinni sem um ræðir. Með fréttinni fylgir stikla úr kvikmyndinni Her. Golden Globes Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kemur Scarlett Johanson ekki til með að hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Her í leikstjórn Spike Jonze, eins og áður hafði verið haldið. Kvikmyndin hefur verið sterklega orðuð við tilnefningar til Golden Globe og Óskarsverðlauna í mörgum flokkum, en frammistaða Scarlett Johansson þótti standa upp úr í myndinni, þar sem hún leikur á móti Joaquin Phoenix. Nú er hins vegar komið í ljós að hún mun ekki hljóta tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna vegna þess að hún birtist aldrei á skjánum í myndinni. Mynd Jonze fjallar um mann sem verður ástfanginn af hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sinni, sem Johansson ljáir rödd sína, og hefur hlotið lof marga gagnrýnenda vestanhafs - margir hverjir hafa lýst frammistöðu hennar í myndinni sem framúrskarandi. Þá höfðu margir gagnrýnendur orð á því að það væri magnað hversu kynþokkafullri henni tækist að vera, með röddina eina að vopni. Þrátt fyrir að hljóta ekki tilnefningu til Golden Globe halda margir enn í vonina um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Johansson, sem er 29 ára gömul, var valin besta leikkonan fyrir hlutverkið á kvikmyndahátíðinni í Róm fyrr í þessum mánuði. Johansson hefur aldrei hlotið Óskarstilnefningu, en hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, síðast fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Match Point, árið 2005. Hefði hún hlotið tilnefningu til Golden Globe fyrir hlutverkið í Her hefði hún orðið sú fyrsta í sögunni til að hljóta tilnefningu til verðlaunanna þrátt fyrir að birtast aldrei í mynd í kvikmyndinni sem um ræðir. Með fréttinni fylgir stikla úr kvikmyndinni Her.
Golden Globes Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Sjá meira