Starfsmönnum fækkað um 60 hjá RÚV - 39 sagt upp í dag 27. nóvember 2013 08:48 Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu. Þrjátíu og níu uppsagnir koma nú þegar til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að Ríkisútvarpið standi nú „frammi fyrir verulegum niðurskurði í rekstri, sem leiðir af ákvörðunum stjórnvalda allt frá hruni.“ Enn fremur segir að fjárlagafrumvarpið feli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins samanborið við síðasta ár - „en 400 milljóna króna skerðingu sé miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum og rekstraráætlanir félagsins byggjast á.“Auglýsingatekjur RÚV lækka um hundrað milljónir Þá benda forsvarsmenn RÚV á að áætlaðar auglýsingatekjur hafi lækkað svo nemur meira en 100 milljónum króna milli ára „vegna samdráttar á markaði.“ Einnig segir að í fjárlagafrumvarpinu komi fram að þegar að því komi að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV, sem á gerast frá og með árinu 2016, verði búið að lækka það um 500 milljónir króna. „Þannig má segja að áhrif hrunsins verði lögfest inni í rekstri Ríkisútvarpsins til frambúðar - og stjórnvöld hafi ákveðið að lækka þjónustutekjur félagsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar um tæpan milljarð króna, eða um rúmlega 20% að raunvirði frá árinu 2009.“ „Til viðbótar þessu kemur svo til framkvæmda um næstu áramót lögþvinguð lækkun á tekjum af kostun og auglýsingum, sem nemur um 400 milljónum króna.“ segir ennfremur. Þetta þýðir samandregið, að árlegan rekstrarkostnað RÚV þarf að draga saman um 500 milljónir, „komi ekki til enn frekari skerðingar á tekjum RÚV við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem þá bætist við þessa upphæð.“Fækkað um 60 - 39 reknir nú þegar Ein af afleiðingum þessa samdráttar eru uppsagnir hjá stofnuninni og er gert ráð fyrir að þeim fækki um 60, og „þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir einnig óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn hafi áhrif á dagskrána. „Hann mun bæði sjást og heyrast. Nokkrir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi munu hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Fréttatímar munu styttast og þeim mun fækka“, segir Páll. Hann bendir á að það láti nærri að þjónustutekjur Ríkisútvarpsins hafi dregist saman um rúmlega 20% að raungildi á fimm ára tímabili. „Okkur hefur hingað til tekist að verja dagskrána sjálfa furðu vel fyrir þessum samdrætti, - annars vegar með mikilli lækkun á öðrum rekstrarkostnaði og hins vegar með nokkurri aukningu á kostunar- og auglýsingatekjum. Nú verður ekki lengra gengið í lækkun á öðrum kostnaði og sömuleiðis tekur við lögþvinguð lækkun á kostunar- og auglýsingatekjum RÚV um næstu áramót – ofan á almennan samdrátt á þeim markaði.“„Dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“ Páll segir því ekki aðrar leiðir færar til að mæta þessum aðgerðum stjórnvalda en að fækka starfsfólki og draga saman í dagskrá. „Við munum auðvitað halda áfram að leggja okkur öll fram um að veita eigendum Ríkisútvarpsins – fólkinu í landinu – eins góða þjónustu og frekast er unnt, miðað við þá skertu fjármuni sem eru til ráðstöfunar.“ Útvarpsstjóri segir að ekki sé um flatan niðurskurð á allri dagskrárstarfsemi að ræða heldur er forgangsraðað í samræmi við lögbundnar skyldur og stefnumörkun Ríkisútvarpsins. „Grunnþjónustan verður áfram til staðar en dagskrárgæðin rýrna óhjákvæmilega“.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira