Nýtt aðalskipulag samþykkt í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum." Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum."
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira