Tónlist

Souleyman á Airwaves



Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt um tólf flytjendur sem fram koma á hátíðinni í haust. Í erlendu deildinni eru það Sýrlendingurinn Omar Souleyman, sem hefur endurhljóðblandað fyrir Björk, enski elektrómeistarinn Gold Panda, sænsku vúdúrokkararnir Goat, raftónlistarkonan Fatima Al Qadiri frá Kúveit, sænska þjóðlagasöngkonan Anna Von Hausswolff og noise-pönkararnir kanadísku í No Joy. Í íslensku deildinni koma fram Hjaltalín, Valdimar, Tilbury, Pascal Pinon, Ojba Rasta og Momentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.