Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 11:08 Björn Ingi Hrafnsson. Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira