Lífið

Hátíðarútgáfa Lunch Beat

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ásrún Magnúsdóttir
Ásrún Magnúsdóttir
„Þetta er alveg sérstakt Lunch-Beat“ segir Ásrún Magnúsdóttir, sem heldur sérstaklega skemmtilegt Lunch Beat í hádeginu í dag á tónleikastaðnum Faktorý, en plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Hermigervill kemur til með að þeyta skífum.

Lunch Beat er skemmtilegt framtak sem hefur vakið mikla lukku um allan heim og á rætur sínar að rekja til Stokkhólms þegar lítill hópur tók sig til og dansaði í sig meiri orku í hádegishléi í vinnunni. Síðan þá hefur uppátækið breiðst til um 25 landa.

„Þetta er náttúrulega bæði líkamsrækt og skemmtun og maður gengur út orkumeiri í algjöru stuði til að takast á við daginn,“ útskýrir Ásrún.

Ásrún og félagar í hópnum Choreography Reykjavík sem standa að baki Lunch Beat á Íslandi eru vön að flakka með Lunch Beat á milli staða.

„Núna ætlum við að kveðja uppáhalds tónleikastaðinn okkar Faktorý sem er að loka eftir nokkra daga og hryggir flesta,“ segir Ásrún.

„Við erum eiginlega að halda upp á ársafmæli Lunch Beat á Faktorý og kveðja staðinn um leið. Þannig að þetta verður extra-skemmtilegt í dag og við hvetjum alla til að koma og dansa með okkur í hádeginu,“ bætir Ásrún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.