Lífið

Nálgunarbann sett á Jack White

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jack White er þekktastur fyrir að fara fyrir hljómsveitinni sálugu The White Stripes.
Jack White er þekktastur fyrir að fara fyrir hljómsveitinni sálugu The White Stripes. mynd/getty
Karen Elson, fyrrverandi eiginkona rokkarans Jack White, hefur fengið nálgunarbann sett á hann. Hann má ekki koma nálægt Elson, nema í tilfellum sem snúa að börnum hjónanna fyrrverandi, en þau skildu árið 2011.

Börnin eru í umsjá Elson en White er sagður vilja eyða meiri tíma með þeim en hann gerir. Elson hefur sakað hann um ofbeldisfulla framkomu og segist óttast um öryggi sitt og barnanna.

Þá greindi rétturinn frá atvikum sem snúa að meintri afbrýðisemi White, en hann er sagður hafa skipað Elson að láta börn þeirra skipta um bekk vegna þess að þau væru í sama bekk og barn tónlistarmanns sem White segir hafa stolið lagasmíðum sínum.

Forræðismál Elson og White verður tekið fyrir í lok ágúst en þangað til verður hann að halda sig fjarri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.