Lífið

Allt gengið vel á Akureyri

Fjöldi fólks er mætt á Akureyri.
Fjöldi fólks er mætt á Akureyri. mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson
„Gærkvöldið tókst frábærlega“, segir Davíð Rúnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri bæjarhátíðarinnar á Akureyri, Einnar með öllu. Veðrið hefur leikið við okkur enn sem komið er og von er á fullt af fólki í bæinn. Það kostar ekkert inn og því er erfitt að segja hversu margir eru komnir nákvæmlega svaraði Davíð aðspurður hversu margir væru mættir á hátíðina.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri er mikið af fólki í bænum og þétt umferð bæði í og úr bænum. Hátíðin hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu en einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í gær.  

Krakkarnir skemmta sér vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.