Vill raftónlistarbrú til Japans Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:00 Árni Grétar segir líf sitt snúast að nánast öllu leyti um tónlist, en segir föðurhlutverkið þó mikilvægara Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira