Um hvað snýst Al Thani-málið? Ragnar Halldór Hall skrifar 31. október 2013 06:00 Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun