Iceland Airwaves: Einlæg Emilíana í Hörpu Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. október 2013 16:28 Emilíana Torrini í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira