Tónlist

Ný plata frá Snorra Helgasyni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Snorri Helgason heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni.
Snorri Helgason heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni. mynd/owen fiene
Nýjasta plata Snorra Helgasonar og hljómsveitar hans kemur út á morgun. Haldið verður upp á útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni þann 18. september.

Platan heitir Autumn Skies og er tekin upp í stúdíói Snorra sem ber nafnið Kolgeit. Platan kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins Record Records.



Snorri kemur ekki einn fram að þessu sinni heldur varð til fjögurra manna hljómsveit við vinnslu plötunnar, sem heitir einfaldlega Snorri Helgason.

Dúettinn Ómar Guðjónsson og Skúli Sverrisson hitar upp fyrir tónleikana. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.



Hér má hlusta á fyrstu smáskífu plötunnar, Summer Is Almost Gone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×