Rektor segir Jón Baldvin hafa svikið sig Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2013 13:45 Grein Jóns Baldvins kom flatt uppá rektor – en þau höfðu bundist fastmælum um að hittast innan tveggja sólarhringa eftir fund á mánudag. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að harðorð grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann boðar málshöfðun á hendur Háskólanum, hafi komið sér í opna skjöldu. Hún hafnar því að kynjafræðingar hafi svínbeygt yfirstjórn skólans í viðtali við Vísi. „Við Jón Baldvin áttum fund síðastliðinn mánudag þar sem ég bað hann afsökunar fyrir hönd skólans á að stjórnsýslu hefði verið ábótavant í sambandi við beiðni um kennslu af hans hálfu. Og, það var okkar sameiginlega niðurstaða, að fundi loknum, að ég myndi hafa samband við hann innan tveggja sólarhringa. Ástæðan var sú að ég taldi hann ekki vera með fullnaðarupplýsingar, og réttar upplýsingar, um málið. Ég vildi kanna það nánar því það var þarna ákveðið ósamræmi. Hann bar líka fram tvær fyrirspurnir sem ég þurfti að leita svara við. Ég verið að segja að það koma á óvart að Jón Baldvin skyldi senda inn grein til birtingar nánast strax eftir þennan fund og löngu áður en dagarnir tveir voru liðnir,“ segir Kristín. „Af einhverjum ástæðum hefur hann kosið að dæma sjálfur hvað væri rétt varðandi lykilatriði málsins áður en hann heyrði svör mín,“ segir Kristín.Akademískt frelsi ekki í hættu Viltu þá meina að hann fari rangt með í grein sinni? Jón Baldvin rekur þetta eins og það horfir við honum. Deildarforseti tjáir honum að þeir hafi þurft að beygja sig vegna þrýstings frá kynjafræðideildinni. Þetta er mikilvægt atriði því þarna er sem Háskóli Íslands sé ekki að fara eftir þeim reglum sem gilda í réttarríki heldur einfaldlega þrýstingi háværs þrýstihóps? „Eins og ég segi, ég taldi hann ekki vera með fullnaðarupplýsingar, og réttar upplýsingar, þess vegna vildi ég tala við hann aftur. Nú hefur hann boðað, í millitíðinni, að hann undirbúi málshöfðun. Þá er málið komið í nýjan farveg. Auðvitað er honum frjálst að gera það en á meðan mun ég ekki ræða efnislega um málið.“Samt sem áður, engu síður og almennt, hefur málið verið lagt upp þannig að Háskólann hafi sett niður við það. Virðing hafi mátt láta á sjá og að hið akademíska frelsi sé í hættu? „Ég held að akademískt frelsi sé ekki í hættu. Það væri nú slæmt er svo væri. Hins vegar kallar þetta á umræður. Það er eðlilegt í svona stórri stofnun að upp komi mál sem þarf að horfa á með nýjum hætti eða taka til endurskoðunar. Þetta er eitt slíkt mál – fullkomlega eðlilegt. Hér eru 14 þúsund stúdentar, 12 hundruð starfsmenn og tvö þúsund stundakennarar. Það er hér eins og annars staðar, í öðrum háskólum, að ákvarðanir um kennslu eru teknar á vegum deilda. Almennt gengur þetta mjög vel fyrir sig. Þegar hins vegar koma upp vafamál þarf að fara betur yfir skýringar á grundvöll ákvarðana. Það höfum við gert í þessu tilfelli.“Jón Baldvin Hannibalsson. Hann spyr stórra spurninga er snúa að stöðu HÍ og afstöðu þeirra til mannréttinda og stöðu einstaklings í réttarríki. Rektor segist ekki geta tjáð sig efnislega nú þegar málið er komið í þennan farveg hugsanlegra dómsmála.Ábyrgð á reiki Þú biður Jón afsökunar. Í þeirri afsökunarbeiðni hlýtur að felast að eitthvað hafi misfarist í samskiptum við Jón af hálfu Háskólans. En, hvar liggur ábyrgðin á því. Hún virðist mjög óljós. Hver ber ábyrgð á því að þetta fór svona óhönduglega? „Ljóst er að ýmislegt í samskiptunum var ábótavant. Á því höfum við beðist afsökunar og tekið okkar ferla til endurskoðunar og um það er ekki mikið meira að segja.“Ef þið hafið tekið ferla til endurskoðunar, þá væntanlega fylgir því niðurstaða; hvar þessir verkferlar brugðust? „Jájá, það er það sem ég hef farið yfir með Jóni Baldvini.“Og, hvar, hvað og hver klikkaði? „Ég sé ekki að það komi málinu við, nákvæmlega. Það eru ýmis smáatriði sem voru ekki rétt framkvæmd. Og á þessu höfum við beðist afsökunar og ég sé ekki að það skili tilgangi að tíunda það í fjölmiðlum. Mikilvægast er það sem tengist efnislega málinu og meðan verið er að undirbúa málshöfðun get ég ekki rætt efnisleg atriði.“Rektor hafnar því alfarið að stjórnendur hafi viljað gera Baldur Þórhallsson prófessor að blóraböggli í málinu. Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir er aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en kynjafræðingar við HÍ hafa ekki viljað tjá sig um málið umfram það sem fram kom í grein Gyðu í Fréttablaðinu fyrir viku.Baldur enginn blóraböggullJón Baldvin talar um það hreint út í grein sinni að verið sé að gera Baldur Þórhallsson prófessor að blóraböggli í þessu máli – þá í þeim tilgangi að stjórnendur vilji fela ráðaleysi sitt? „Ég kannast nú ekki við það að reynt að kenna Baldri um málið. Enda stæðist það ekki stjórnsýslulög. Alveg ljóst að einstaka kennari getur ekki skuldbundið skólann. Fullkomlega eðlilegt að umsjónarkennara hafi samband við stundakennara en formlega er því ekki lokið fyrr en deild hefur samþykkt og búið er að skrifa undir samning.“En, þó þú viljir ekki tjá þig efnislega um málið þá verður eiginlega ekki undan því vikist að ansa einu helsta inntaki greinar Jóns Baldvins, það að stjórnendur Háskóla Íslands hafi mátt beygja sig gagnvart ómaklegum kröfum kynjafræðideildarinnar. Hafnarðu því? „Já, ég hafna því,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Jón Baldvin var í viðtali við Harmageddon í morgun og það má heyra hér. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að harðorð grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann boðar málshöfðun á hendur Háskólanum, hafi komið sér í opna skjöldu. Hún hafnar því að kynjafræðingar hafi svínbeygt yfirstjórn skólans í viðtali við Vísi. „Við Jón Baldvin áttum fund síðastliðinn mánudag þar sem ég bað hann afsökunar fyrir hönd skólans á að stjórnsýslu hefði verið ábótavant í sambandi við beiðni um kennslu af hans hálfu. Og, það var okkar sameiginlega niðurstaða, að fundi loknum, að ég myndi hafa samband við hann innan tveggja sólarhringa. Ástæðan var sú að ég taldi hann ekki vera með fullnaðarupplýsingar, og réttar upplýsingar, um málið. Ég vildi kanna það nánar því það var þarna ákveðið ósamræmi. Hann bar líka fram tvær fyrirspurnir sem ég þurfti að leita svara við. Ég verið að segja að það koma á óvart að Jón Baldvin skyldi senda inn grein til birtingar nánast strax eftir þennan fund og löngu áður en dagarnir tveir voru liðnir,“ segir Kristín. „Af einhverjum ástæðum hefur hann kosið að dæma sjálfur hvað væri rétt varðandi lykilatriði málsins áður en hann heyrði svör mín,“ segir Kristín.Akademískt frelsi ekki í hættu Viltu þá meina að hann fari rangt með í grein sinni? Jón Baldvin rekur þetta eins og það horfir við honum. Deildarforseti tjáir honum að þeir hafi þurft að beygja sig vegna þrýstings frá kynjafræðideildinni. Þetta er mikilvægt atriði því þarna er sem Háskóli Íslands sé ekki að fara eftir þeim reglum sem gilda í réttarríki heldur einfaldlega þrýstingi háværs þrýstihóps? „Eins og ég segi, ég taldi hann ekki vera með fullnaðarupplýsingar, og réttar upplýsingar, þess vegna vildi ég tala við hann aftur. Nú hefur hann boðað, í millitíðinni, að hann undirbúi málshöfðun. Þá er málið komið í nýjan farveg. Auðvitað er honum frjálst að gera það en á meðan mun ég ekki ræða efnislega um málið.“Samt sem áður, engu síður og almennt, hefur málið verið lagt upp þannig að Háskólann hafi sett niður við það. Virðing hafi mátt láta á sjá og að hið akademíska frelsi sé í hættu? „Ég held að akademískt frelsi sé ekki í hættu. Það væri nú slæmt er svo væri. Hins vegar kallar þetta á umræður. Það er eðlilegt í svona stórri stofnun að upp komi mál sem þarf að horfa á með nýjum hætti eða taka til endurskoðunar. Þetta er eitt slíkt mál – fullkomlega eðlilegt. Hér eru 14 þúsund stúdentar, 12 hundruð starfsmenn og tvö þúsund stundakennarar. Það er hér eins og annars staðar, í öðrum háskólum, að ákvarðanir um kennslu eru teknar á vegum deilda. Almennt gengur þetta mjög vel fyrir sig. Þegar hins vegar koma upp vafamál þarf að fara betur yfir skýringar á grundvöll ákvarðana. Það höfum við gert í þessu tilfelli.“Jón Baldvin Hannibalsson. Hann spyr stórra spurninga er snúa að stöðu HÍ og afstöðu þeirra til mannréttinda og stöðu einstaklings í réttarríki. Rektor segist ekki geta tjáð sig efnislega nú þegar málið er komið í þennan farveg hugsanlegra dómsmála.Ábyrgð á reiki Þú biður Jón afsökunar. Í þeirri afsökunarbeiðni hlýtur að felast að eitthvað hafi misfarist í samskiptum við Jón af hálfu Háskólans. En, hvar liggur ábyrgðin á því. Hún virðist mjög óljós. Hver ber ábyrgð á því að þetta fór svona óhönduglega? „Ljóst er að ýmislegt í samskiptunum var ábótavant. Á því höfum við beðist afsökunar og tekið okkar ferla til endurskoðunar og um það er ekki mikið meira að segja.“Ef þið hafið tekið ferla til endurskoðunar, þá væntanlega fylgir því niðurstaða; hvar þessir verkferlar brugðust? „Jájá, það er það sem ég hef farið yfir með Jóni Baldvini.“Og, hvar, hvað og hver klikkaði? „Ég sé ekki að það komi málinu við, nákvæmlega. Það eru ýmis smáatriði sem voru ekki rétt framkvæmd. Og á þessu höfum við beðist afsökunar og ég sé ekki að það skili tilgangi að tíunda það í fjölmiðlum. Mikilvægast er það sem tengist efnislega málinu og meðan verið er að undirbúa málshöfðun get ég ekki rætt efnisleg atriði.“Rektor hafnar því alfarið að stjórnendur hafi viljað gera Baldur Þórhallsson prófessor að blóraböggli í málinu. Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir er aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en kynjafræðingar við HÍ hafa ekki viljað tjá sig um málið umfram það sem fram kom í grein Gyðu í Fréttablaðinu fyrir viku.Baldur enginn blóraböggullJón Baldvin talar um það hreint út í grein sinni að verið sé að gera Baldur Þórhallsson prófessor að blóraböggli í þessu máli – þá í þeim tilgangi að stjórnendur vilji fela ráðaleysi sitt? „Ég kannast nú ekki við það að reynt að kenna Baldri um málið. Enda stæðist það ekki stjórnsýslulög. Alveg ljóst að einstaka kennari getur ekki skuldbundið skólann. Fullkomlega eðlilegt að umsjónarkennara hafi samband við stundakennara en formlega er því ekki lokið fyrr en deild hefur samþykkt og búið er að skrifa undir samning.“En, þó þú viljir ekki tjá þig efnislega um málið þá verður eiginlega ekki undan því vikist að ansa einu helsta inntaki greinar Jóns Baldvins, það að stjórnendur Háskóla Íslands hafi mátt beygja sig gagnvart ómaklegum kröfum kynjafræðideildarinnar. Hafnarðu því? „Já, ég hafna því,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Jón Baldvin var í viðtali við Harmageddon í morgun og það má heyra hér.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira