Tíska og hönnun

Primark hættir við Asos

Verslunarkeðjan Primark sleit samning við netversluna Asos og mun því ekki selja föt á síðunni.
Verslunarkeðjan Primark sleit samning við netversluna Asos og mun því ekki selja föt á síðunni. Nordicphotos/getty
Breska fatakeðjan Primark gerði nýlega tólf vikna prufusamning við netverslunina Asos.com sem er ein vinsælasta fatanetverslun heims. Samningurinn fól í sér að Asos seldi nokkrar útvaldar flíkur frá Primark og seldust þær upp á örfáum dögum. Nú hefur það hinsvegar verið staðfest að Primark vilji slíta samningnum.

Dagblaðið Times hafði eftir talsmanni Primark að verslunin ætli í staðinn að opna eigin netverslun og mun hún fara í loftið í nánustu framtíð. Í Times kemur einnig fram að ástæðan fyrir samningsslitunum væri líklega sú að Primark hafi þótt umboðssölugjöldin of há. „Einnig er líklegt að Primark ógni öðrum söluaðilum á Asos því fatnaður þeirra er mun ódýrari,“ ritar blaðamaður Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.