Erlent

Skipstjóri Costa Concordia kennir undirmanni um strandið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Skipstjórinn Francesco Schettino yfirgefur dómssalinn í morgun.
Skipstjórinn Francesco Schettino yfirgefur dómssalinn í morgun. Mynd/AP
Francesco Schettino, skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, segir strand skipsins í byrjun síðasta árs undirmanni sínum að kenna.

Við réttarhöldin, sem héldu áfram í morgun, sagði Schettino að þegar skipið var farið að nálgast um of strönd eyjunnar Giglio, þá hafi hann skipað undirmanni sínum, sem þá stóð við stýrið, að beygja frá skerinu.

Rórmaðurinn hafi brugðist seint við skipuninni og ekki breytt stefnu skipsins í tæka tíð.

Schettino segir að menn hafi reynt að gera sig að blóraböggli í málinu. 

Schettino á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hann hefur áður borið því við að skerið, sem skipið rakst á, hafi ekki verið á siglingakortum. Einnig hefur hann viljað að skipafélagið taki á sig hluta ábyrgðarinnar.

Skipið, sem er engin smásmíði, hafði legið á hliðinni á strandstað við strendur Toskanahéraðs á Ítalíu í meira en hálft annað ár þegar björgunarmönnum tókst að rétta það við í síðustu viku. Unnið er að því að draga skipið burt og rífa niður í brotajárn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×