Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Valur Grettisson skrifar 23. september 2013 07:00 Framleiðendur tónlistar voru lengi að bregðast við breyttri tónlistarnotkun. „Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
„Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira