Foreldar bólusetja börn sín gegn hlaupabólu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2013 18:30 Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira