Skápurinn er sífellt endurskapaður Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 09:30 Svandís Anna segist ekki vera hrifin af stimplum samfélagsins en tekur þá á sig í nafni baráttunnar. Mynd/GVA Baráttan stendur á krossgötum. Það er tími til kominn að hinsegin hreyfingin komi saman, skoði hvar við stöndum og hvað við viljum gera næst,“ segir Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og ritari Samtakanna "78. Hún segir lagaleg réttindi vera í höfn og almenn sátt og samþykki ríki í samfélaginu um að hinsegin fólk eigi að njóta sömu réttinda og aðrir. Rökin fyrir réttindunum segir hún þó hafa verið niðurlægjandi. „Baráttan hefur verið háð með þeim rökum að við séum alveg eins og hinir, þess vegna eigum við réttindin skilið. Við höfum þurft að sanna okkur sem venjuleg til þess að fá réttindin. Það er niðurlægjandi. Auðvitað eigum við að vera jöfn, hvernig sem við erum.“ Réttindin sem Svandís vísar í eru til dæmis rétturinn til að ganga í hjónaband og lög um réttarstöðu transfólks sem voru samþykkt í fyrra. Hún segir þó enn vera langt í land. „Þrátt fyrir að formleg réttindi séu í höfn er fólk enn lagt í einelti í skólum. Menn eru kallaðir hommar í niðurlægingarskyni og enn þykir furðulegt að vera trans. Nú þarf að taka á hugmyndafræðilegu og félagslegu baráttunni.“Kynvitundarskali Svandís segir fólk innan hinsegin samfélagsins hafa mismunandi skoðanir á stöðu mála. Sumir séu sáttir við núverandi aðstæður meðan aðrir eru mjög ósáttir, enda standi ekki allir jafnfætis. „Ég tel að transfólk eigi mest undir högg að sækja í dag. Þá á ég einnig við transfólk sem er ekki transsexúal fólk heldur transgender fólk sem vill kannski ekki fara í leiðréttingaraðgerð, eða upplifir sig hvorki algjörlega sem karl né konu. Þetta er mjög lítill hópur á Íslandi en hann er líka eiginlega alveg ósýnilegur,“ útskýrir Svandís. „Transgender er í raun regnhlífarhugtak yfir marga hópa. Þar á meðal er transsexúal fólk sem hefur verið mest í opinberri umræðu á Íslandi. Svo er fullt af fólki undir trans-regnhlífinni sem er ekki transsexúal, heldur upplifir sig á skjön við kynjakerfið og vill brjóta upp kynjahugtakið.“ Hún bætir við að eflaust mætti hugsa sér kynvitund fólks á ákveðnu rófi, líkt og kynhneigð. „Ákveðinn hluti af fólki er algjörlega gagnkynhneigt, annar hluti er alveg samkynhneigður en flestir eru á einhverju gráu svæði þar á milli. Það þyrfti eiginlega að teikna upp sambærilegt róf fyrir kynvitund.“Tekur stimplinum fyrir baráttuna En er trans-fólk enn þá trans eftir kynleiðréttingaraðgerð? „Það er flókið mál. Sumir trans-einstaklingar líta svo á að þeir hafi fæðst trans og verði því alltaf trans,” segir Svandís og bætir við að þessir einstaklingar haldi gjarnan forskeytinu eftir kynleiðréttingarferlið, en aðrir vilji það ekki. „Það er gott og gilt, en auðvitað er erfitt fyrir baráttu trans-fólks ef fólkið hverfur allt eftir ferlið.“ Svandís segist skilja báða póla vel, því sjálfri leiðist henni stimplar samfélagsins. „Ég tek þá að mér í nafni einhvers konar baráttu og til einföldunar fyrir fólk sem skilur ekki annað. Ef maður stendur upp og segir: „Ég vil frelsi frá stimplum og kynhneigð, þetta skiptir ekki máli!“ þá hættir fólk einfaldlega að skilja um hvað maður er að tala,“ segir hún og hlær. „Ég vil gjarnan berjast gegn þessu kynjakerfi en þetta er flókið mál. Að lokum fær maður alltaf sömu spurninguna: Ertu samkynhneigð, eða ertu tvíkynhneigð? Ertu þá lesbía?“ Hún bætir við að kynhneigðir séu flóknari en gagnkynhneigð, tvíkynhneigð og samkynhneigð. „Til er fólk sem er a-sexual, pan-sexual og fleira. Það er ekki mikið í umræðunni hér.“ Svandís segir að mikilvægt sé að byrja fræðslu á yngri stigum samfélagsins en svo virðist sem ákveðin hræðsla ríki við að ræða um kynhneigð við börn. „Viðmótið er gjarnan á þá leið, að best sé að gera ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir, því það sé svo eðlilegt og náttúrulegt, og svo komi bara í ljós ef svo er ekki,“ segir Svandís.Baráttan um að vera hinsegin eða eins? Svandís segir að nú sé tími til kominn að beina kastljósinu af minnihlutahópnum yfir á meirihlutann, eða „normið“. Hún segir samfélagið stöðugt krefjast þess að hinsegin fólk svari fyrir sig og telur baráttuorðin „við erum öll eins“, vera tvíeggja sverð. „Fólk sem vill ekki smella sér í eitthvert gagnkynhneigt form, eignast sín tvö börn og líta eins út og allir aðrir verður að hafa frelsi til þess. Sumir vilja það náttúrulega og það er allt í lagi.“ Hún ítrekar að réttindin verði að vera til staðar, en ekki megi gleyma frelsinu til að fara eigin leiðir. „Varðandi hjónabandið finnst mér það ekkert æsispennandi stofnun, en ef hún er til staðar þá á hún ekki að vera bara fyrir einhvern afmarkaðan hóp. Baráttan hér á landi hefur þó að mínu mati verið dálítið gagnrýnislaus á þessar stofnanir.“Endursköpun skápsins Svandís skrifaði mastersritgerðina sína í kynjafræði um kynjaflækju hinsegin mæðra. Hún segir rannsóknir á hinsegin fjölskyldum langt frá því að vera hlutlausar. „Rannsóknarspurningin virðist yfirleitt vera hvort að hinsegin fólk ali börnin sín „rétt“ upp eða „vel“ upp og hvernig þeim vegnar í lífinu. Rannsóknin miðar þannig að því að athuga hvort samkynhneigt fólk sé jafngott og gagnkynhneigt fólk. Hæfni gagnkynhneigðra er aldrei dregin í efa, þeir eru viðmiðið og hinsegin fólk er frávikið.“ Hún segir því að hætta sé á að hinsegin foreldrar keppist við að fullvissa hið gagnkynhneigða samfélag um að börn sín séu í lagi, að uppeldið sé sambærilegt. Markmiðið segir hún vera að börnin verði í kynjanorminu, gagnkynhneigð og ekki trans. „Það virðist vera mikil hræðsla við að hinsegin fólk ali upp hinsegin börn. Skilyrðin virðast vera að við föllum vel inn í og endurtökum það sem er til staðar fyrir, ekki breyta of miklu.“ Í mastersritgerðinni skoðaði Svandís hvort lesbíur og hinsegin konur endurskapa skápinn fyrir börnunum sínum. „Það er auðvelt að falla í þá gryfju að segja: „Jú, við erum eins, við gerum allt eins og börnin okkar verða venjuleg“, en hver er þá sigurinn? Ein kunningjakona mín sem á lítinn strák setti mynd af honum á Facebook um daginn þar sem hann var að leika sér með brúðu. Margir skrifuðu athugasemdir og „lækuðu“ en svo kom ein athugasemd þar sem stóð „Já, allt í lagi með þetta, en um leið og þið setjið hann í fimleika þá segi ég stopp,“ og manni fallast hendur. Hvað gerist ef hann fer í fimleika? Verður hann þá kvenlegur, eins og mæður sínar? Eða verður hann samkynhneigður, eins og mæður sínar? Þetta eru fordómar sem fólk gerir sér ekki einu sinni grein fyrir. Það er alveg ótrúlegt hvernig þessi endursköpun á hinu gagnkynhneigða normi er stöðugt í gangi,“ segir Svandís. „Vissulega höfum við það gott hér miðað við í mörgum öðrum löndum, en það þýðir ekki að við eigum að staðna.“Róttæki sumarháskólinn Þeir sem hafa áhuga á umræðunni um baráttu hinsegin fólks er bent á námsstofu sem haldin verður næstu helgi í Reykjavíkurakademíunni. Námsstofan kallast „Pallíettubyltingin – hinsegin aktívismi á tímamótum“. Þar verður litið gagnrýnum augum á baráttuna, hvar hún sé stödd, hvort hún sé að laga sig að norminu og hver séu næstu skref. Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Baráttan stendur á krossgötum. Það er tími til kominn að hinsegin hreyfingin komi saman, skoði hvar við stöndum og hvað við viljum gera næst,“ segir Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og ritari Samtakanna "78. Hún segir lagaleg réttindi vera í höfn og almenn sátt og samþykki ríki í samfélaginu um að hinsegin fólk eigi að njóta sömu réttinda og aðrir. Rökin fyrir réttindunum segir hún þó hafa verið niðurlægjandi. „Baráttan hefur verið háð með þeim rökum að við séum alveg eins og hinir, þess vegna eigum við réttindin skilið. Við höfum þurft að sanna okkur sem venjuleg til þess að fá réttindin. Það er niðurlægjandi. Auðvitað eigum við að vera jöfn, hvernig sem við erum.“ Réttindin sem Svandís vísar í eru til dæmis rétturinn til að ganga í hjónaband og lög um réttarstöðu transfólks sem voru samþykkt í fyrra. Hún segir þó enn vera langt í land. „Þrátt fyrir að formleg réttindi séu í höfn er fólk enn lagt í einelti í skólum. Menn eru kallaðir hommar í niðurlægingarskyni og enn þykir furðulegt að vera trans. Nú þarf að taka á hugmyndafræðilegu og félagslegu baráttunni.“Kynvitundarskali Svandís segir fólk innan hinsegin samfélagsins hafa mismunandi skoðanir á stöðu mála. Sumir séu sáttir við núverandi aðstæður meðan aðrir eru mjög ósáttir, enda standi ekki allir jafnfætis. „Ég tel að transfólk eigi mest undir högg að sækja í dag. Þá á ég einnig við transfólk sem er ekki transsexúal fólk heldur transgender fólk sem vill kannski ekki fara í leiðréttingaraðgerð, eða upplifir sig hvorki algjörlega sem karl né konu. Þetta er mjög lítill hópur á Íslandi en hann er líka eiginlega alveg ósýnilegur,“ útskýrir Svandís. „Transgender er í raun regnhlífarhugtak yfir marga hópa. Þar á meðal er transsexúal fólk sem hefur verið mest í opinberri umræðu á Íslandi. Svo er fullt af fólki undir trans-regnhlífinni sem er ekki transsexúal, heldur upplifir sig á skjön við kynjakerfið og vill brjóta upp kynjahugtakið.“ Hún bætir við að eflaust mætti hugsa sér kynvitund fólks á ákveðnu rófi, líkt og kynhneigð. „Ákveðinn hluti af fólki er algjörlega gagnkynhneigt, annar hluti er alveg samkynhneigður en flestir eru á einhverju gráu svæði þar á milli. Það þyrfti eiginlega að teikna upp sambærilegt róf fyrir kynvitund.“Tekur stimplinum fyrir baráttuna En er trans-fólk enn þá trans eftir kynleiðréttingaraðgerð? „Það er flókið mál. Sumir trans-einstaklingar líta svo á að þeir hafi fæðst trans og verði því alltaf trans,” segir Svandís og bætir við að þessir einstaklingar haldi gjarnan forskeytinu eftir kynleiðréttingarferlið, en aðrir vilji það ekki. „Það er gott og gilt, en auðvitað er erfitt fyrir baráttu trans-fólks ef fólkið hverfur allt eftir ferlið.“ Svandís segist skilja báða póla vel, því sjálfri leiðist henni stimplar samfélagsins. „Ég tek þá að mér í nafni einhvers konar baráttu og til einföldunar fyrir fólk sem skilur ekki annað. Ef maður stendur upp og segir: „Ég vil frelsi frá stimplum og kynhneigð, þetta skiptir ekki máli!“ þá hættir fólk einfaldlega að skilja um hvað maður er að tala,“ segir hún og hlær. „Ég vil gjarnan berjast gegn þessu kynjakerfi en þetta er flókið mál. Að lokum fær maður alltaf sömu spurninguna: Ertu samkynhneigð, eða ertu tvíkynhneigð? Ertu þá lesbía?“ Hún bætir við að kynhneigðir séu flóknari en gagnkynhneigð, tvíkynhneigð og samkynhneigð. „Til er fólk sem er a-sexual, pan-sexual og fleira. Það er ekki mikið í umræðunni hér.“ Svandís segir að mikilvægt sé að byrja fræðslu á yngri stigum samfélagsins en svo virðist sem ákveðin hræðsla ríki við að ræða um kynhneigð við börn. „Viðmótið er gjarnan á þá leið, að best sé að gera ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir, því það sé svo eðlilegt og náttúrulegt, og svo komi bara í ljós ef svo er ekki,“ segir Svandís.Baráttan um að vera hinsegin eða eins? Svandís segir að nú sé tími til kominn að beina kastljósinu af minnihlutahópnum yfir á meirihlutann, eða „normið“. Hún segir samfélagið stöðugt krefjast þess að hinsegin fólk svari fyrir sig og telur baráttuorðin „við erum öll eins“, vera tvíeggja sverð. „Fólk sem vill ekki smella sér í eitthvert gagnkynhneigt form, eignast sín tvö börn og líta eins út og allir aðrir verður að hafa frelsi til þess. Sumir vilja það náttúrulega og það er allt í lagi.“ Hún ítrekar að réttindin verði að vera til staðar, en ekki megi gleyma frelsinu til að fara eigin leiðir. „Varðandi hjónabandið finnst mér það ekkert æsispennandi stofnun, en ef hún er til staðar þá á hún ekki að vera bara fyrir einhvern afmarkaðan hóp. Baráttan hér á landi hefur þó að mínu mati verið dálítið gagnrýnislaus á þessar stofnanir.“Endursköpun skápsins Svandís skrifaði mastersritgerðina sína í kynjafræði um kynjaflækju hinsegin mæðra. Hún segir rannsóknir á hinsegin fjölskyldum langt frá því að vera hlutlausar. „Rannsóknarspurningin virðist yfirleitt vera hvort að hinsegin fólk ali börnin sín „rétt“ upp eða „vel“ upp og hvernig þeim vegnar í lífinu. Rannsóknin miðar þannig að því að athuga hvort samkynhneigt fólk sé jafngott og gagnkynhneigt fólk. Hæfni gagnkynhneigðra er aldrei dregin í efa, þeir eru viðmiðið og hinsegin fólk er frávikið.“ Hún segir því að hætta sé á að hinsegin foreldrar keppist við að fullvissa hið gagnkynhneigða samfélag um að börn sín séu í lagi, að uppeldið sé sambærilegt. Markmiðið segir hún vera að börnin verði í kynjanorminu, gagnkynhneigð og ekki trans. „Það virðist vera mikil hræðsla við að hinsegin fólk ali upp hinsegin börn. Skilyrðin virðast vera að við föllum vel inn í og endurtökum það sem er til staðar fyrir, ekki breyta of miklu.“ Í mastersritgerðinni skoðaði Svandís hvort lesbíur og hinsegin konur endurskapa skápinn fyrir börnunum sínum. „Það er auðvelt að falla í þá gryfju að segja: „Jú, við erum eins, við gerum allt eins og börnin okkar verða venjuleg“, en hver er þá sigurinn? Ein kunningjakona mín sem á lítinn strák setti mynd af honum á Facebook um daginn þar sem hann var að leika sér með brúðu. Margir skrifuðu athugasemdir og „lækuðu“ en svo kom ein athugasemd þar sem stóð „Já, allt í lagi með þetta, en um leið og þið setjið hann í fimleika þá segi ég stopp,“ og manni fallast hendur. Hvað gerist ef hann fer í fimleika? Verður hann þá kvenlegur, eins og mæður sínar? Eða verður hann samkynhneigður, eins og mæður sínar? Þetta eru fordómar sem fólk gerir sér ekki einu sinni grein fyrir. Það er alveg ótrúlegt hvernig þessi endursköpun á hinu gagnkynhneigða normi er stöðugt í gangi,“ segir Svandís. „Vissulega höfum við það gott hér miðað við í mörgum öðrum löndum, en það þýðir ekki að við eigum að staðna.“Róttæki sumarháskólinn Þeir sem hafa áhuga á umræðunni um baráttu hinsegin fólks er bent á námsstofu sem haldin verður næstu helgi í Reykjavíkurakademíunni. Námsstofan kallast „Pallíettubyltingin – hinsegin aktívismi á tímamótum“. Þar verður litið gagnrýnum augum á baráttuna, hvar hún sé stödd, hvort hún sé að laga sig að norminu og hver séu næstu skref.
Heilsa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira